fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Óflokkað

Himnastiginn í Vanlöse

Himnastiginn í Vanlöse

Eyjan
15.01.2012

Van Morrison ásamt Georgie Fame og hljómsveit. Lagið er Vanlose Stairway. Þetta er af tónleikum sem nefnast BBC Four Sessions, tekið upp í tónlistarsalnum LSO St. Luke í London. Morrison og Fame hafa oft unnið saman, en Fame hefur leikið rokk, blús og djass frá því fyrir tíma Bítlanna. Vanlose vísar til Vanlöse hverfisins í Lesa meira

Magnús Halldórsson: Spilling og siðbót

Magnús Halldórsson: Spilling og siðbót

Eyjan
15.01.2012

Magnús Halldórsson blaðamaður skrifar mjög áhugaverða grein um markaðsbúskap, spillingu og siðbót sem birtist á Vísi. Greinin hefst með svofelldum orðum: „Eftir að Alþingi lögfesti heimild handa bönkunum til þess að afskrifa skuldir fyrirtækja umfram eignir gegn framlagi fjármuna upp á 10% af virði eigna var samkeppnismarkaður skilinn eftir á eyðieyju. Þar er hann enn. Lesa meira

Matvælaframleiðsla í vanda

Matvælaframleiðsla í vanda

Eyjan
15.01.2012

Hugmyndir um hreina íslenska matvælaframleiðslu bíða ansi mikinn hnekki vegna salthneykslisins. Það er ekki gott afspurnar að fjöldi fyrirtækja hafi notað þetta efni. Staðreyndin er sú að við Íslendingar eigum tiltölulega hreint land, hreint vatn og hreint loft. Það er hins vegar ekki að nýtast okkur sérlega vel í matvælaframleiðslu. Það er erfitt að fá Lesa meira

Saltið

Saltið

Eyjan
14.01.2012

Þessi mynd er fengin af vef Ölgerðarinnar. Þetta er væntanlega hið umdeilda iðnaðarsalt – og jú, það stendur skýrum stöfum að það sé „Industrial Salt“. Neðar á pokanum eru leiðbeiningar á mörgum tungumálum og þar er alls staðar skrifað að saltið sé eingöngu til iðnaðarnota – til dæmis stendur á dönsku: Kun til industrielle formaal. Lesa meira

Kóngafólk er fáránlegt

Kóngafólk er fáránlegt

Eyjan
14.01.2012

Ef það er eitt sem ég hef sérstakt ofnæmi fyrir þá er það kóngafólk og allt sem tengist því. Ég er semsagt lýðveldissinni – repúblikani. Það að staða þjóðhöfðingja gangi í erfðir eru leifar frá gamalli tíð – skilin voru í frönsku byltingunni og þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin. Það var þá að punktur var Lesa meira

Ne bis in idem

Ne bis in idem

Eyjan
14.01.2012

Nú er ég ekki lögfræðingur en maður þykist vita að ekki megi taka mál upp aftur þegar dæmt hefur verið í þeim. Það getur þó gerst, en til þess þarf sérstakan dómsúrskurð – eins og við vitum til dæmis úr Geirfinnsmálunum. En þegar mál eru á rannsóknarstigi hefði maður haldið að giltu aðrar reglur, að Lesa meira

Aftur McDonalds

Aftur McDonalds

Eyjan
14.01.2012

Ég veit ekki hvort það teljast góðar fréttir að McDonalds sé að opna aftur á Íslandi, nú miklu fleiri staði en áður – hvar annars staðar en á bensínstöðvum N1? Matarmenning hefur ekki beinlínis risið hátt á þeim bæ. McDonalds hamborgarakeðjan í Bandaríkjunum er fjarskalega ódýr – mun ódýrari en þegar hún starfaði hér. Mikið Lesa meira

Salt

Salt

Eyjan
13.01.2012

Fréttin um iðnaðarsaltið sem Ölgerð Egils Skallagrímssonar seldi matvælafyrirtækjum í heil þrettán ár er þannig að mann setur hljóðan. Og svo segist fyrirtækið ekki hafa vitað að þetta væri notað í matvælaframleiðslu, samkvæmt fréttinni. Í hvað er iðnaðarsalt notað? Og hvaða kröfur eru gerðar til efna sem eru sett í matvæli hér á landi? Hvaða Lesa meira

Magnaður skáldskapur

Magnaður skáldskapur

Eyjan
13.01.2012

Það er á þessum tíma árs að mann langar mest að breiða upp fyrir haus – eða hverfa á vit annars veruleika. Ég hef verið að lesa skáldsöguna 1Q84 eftir Haruki Murakami. Þetta er stór og mikil bók – það má eiginlega segja að hún sé heill heimur út af fyrir sig, og nokkuð á Lesa meira

Járnfrúin

Járnfrúin

Eyjan
13.01.2012

Yfirleitt held ég maður kæri sig ekki um að horfa á leiknar myndir um ævi stjórnmálamanna fyrr en þeir eru löngu horfnir af sjónarsviðinu. Ekki myndi ég til dæmis vilja horfa á mynd um Tony Blair eða George W. Bush. Ég hef heldur ekki getað fengið mig til að horfa á myndir sem hafa verið Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af