fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025

Óflokkað

Nýr ritstjóri Eyjunnar

Nýr ritstjóri Eyjunnar

Eyjan
04.02.2012

Eins og kemur fram hérna hefur Magnús Geir Eyjólfsson verið ráðinn ristjóri Eyjunnar. Þetta er ungur, vel menntaður og klár blaðamaður sem ég hef fylgst nokkuð með – ég hef lesið pistla eftir hann sem einkennast af skynsemi og gagnrýnni hugsun. Mér líst vel á Magnús í þetta starf, þetta er mikið álag, krafan á Lesa meira

Finnar kjósa forseta

Finnar kjósa forseta

Eyjan
03.02.2012

Það er lítið fjallað um það hér, en Finnar velja sér nýjan forseta nú um helgina. Í Finnlandi eru tvær umferðir í forsetakosningum ef enginn fær hreinan meirihluta í þeirri fyrri, í seinni umferðinni er kosið milli tveggja frambjóðanda. Raunar væri eðlilegt að við hefðum slíkt kerfi hér. Annar frambjóðandinn, Pekka Haavisto, er sérlega athyglisverður. Lesa meira

Erindi við þjóðina?

Erindi við þjóðina?

Eyjan
03.02.2012

Það má deila um hversu skemmtilegur Egill Einarsson er – ég ætla alveg að láta vera að tjá mig um kærur sem hafa verið lagðar fram gegn honum – en það er lítt skiljanlegt að Síminn skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi maður sem gengst upp í að vera orðljótur og ruddalegur ætti Lesa meira

Úr Silfrinu: Þóra Helgadóttir

Úr Silfrinu: Þóra Helgadóttir

Eyjan
03.02.2012

Hér er viðtal úr Silfri sunnudagsins. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur hjá Office of Budget Responsibility í Bretlandi. Stofnunin fæst við að greina fjárlög og ríkisfjármál, bæði yfir stuttan tíma og lengra tímabil. Hún er óháð stjórnvöldum – það er spurning hvort ekki vantar slíkan eftirlitsaðila hér? Þökk sé Láru Hönnu.

Kaffisamsæ(t)(r)ið ógurlega

Kaffisamsæ(t)(r)ið ógurlega

Eyjan
02.02.2012

Það er ber oft árangur að sá í akur vænisýkinnar. Það þarf ekki nema eitt lítið fræ til að upp spretti litskrúðugar jurtir. Nú hefur komist á kreik sú saga að við Hallgrímur Helgason, Helgi Seljan og Jóhann Hauksson höfum verið saman við kaffidrykkju í gærmorgun. Það er rétt, svo langt sem það nær. En Lesa meira

Athyglisverðir viðskiptagjörningar

Athyglisverðir viðskiptagjörningar

Eyjan
02.02.2012

Það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar varðandi útrásina. Nú upplýsist það til dæmis í réttarhöldum hvað bankastjórar Landsbankans hafa búið vel í haginn fyrir sig rétt fyrir hrun – þá eru að tínast alls konar sporslur til þeirra sem sumar nema reyndar ævilaunum verkafólks. Þetta er kannski ekki af Lesa meira

Fríkirkirkjuvegur 11

Fríkirkirkjuvegur 11

Eyjan
02.02.2012

Einkennileg er sú árátta útrásarvíkingsins Björgólfs Thors Björgólfssonar að vilja sífellt tengja sig við minningu Thors Jensen. Jú, Thor var vissulega langafi Björgólfs – en afkomendur Thors skipta hundruðum. Margir þeirra eru og hafa verið áberandi í opinberu lífi án þess að hafa þessa sérstöku tilhneigingu. Það sem stingur mest í augu er að þetta Lesa meira

Skotar og sjálfstæðið

Skotar og sjálfstæðið

Eyjan
01.02.2012

Hér er viðtal úr Silfri sunnudagsins. Þetta er Gerry Hassan sem er einn helsti sérfræðingurinn um skosk stjórnmál og sjálfstæði Skota. Mjög athyglisvert – og kemur Íslendingum mikið við, enda eru Skotar sú þjóð sem er hvað næst okkur landfræðilega – og þeir líta mjög til Norðurlandanna eftir pólitískum fyrirmyndum. Þökk sé Láru Hönnu.

Sinalco aftur til Íslands

Sinalco aftur til Íslands

Eyjan
01.02.2012

Sinalco er merkur gosdrykkur, nokkuð gamall í hettunni. Sagður vera einn elsti gosdrykkur í Evrópu. Hann var fyrst settur á markað í Þýskalandi árið 1902, nafnið þýðir einfaldlega „án áfengis“, það er stytting latnesku orðunum sine alcohole. Sinalco var vinsæll drykkur á Íslandi þegar ég var alast upp. Þegar ég komst svo á fullorðinsár var Lesa meira

Stærsta svikamylla heims

Stærsta svikamylla heims

Eyjan
01.02.2012

Ég er að lesa merka bók sem nefnist Treasure Islands, Tax Havens and the Men who Stole the World. Bókin er eftir Nicholas Shaxson sem hefur starfað sem blaðamaður bæði á Financial Times og The Economist. Shaxson liggur mikið á hjarta í þessari bók og efni hennar er afar mikilvægt. Bókin lýsir neti fjármagnsparadísa sem Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af