fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025

Óflokkað

Kanill, Gúlliver og Ayn Rand

Kanill, Gúlliver og Ayn Rand

Eyjan
07.02.2012

Í Kiljunni í kvöld hittum við Sigríði Jónsdóttur, bónda og skáldkonu, í Arnarholti í Biskupstungum. Sigríður er höfundur ljóðabókar sem nefnist Kanill og inniheldur holdlegan kveðskap – hún vill þó ekki kannast við að það sé klám og er ekki hrifin af heitinu erótík. Sigríður er afar skemmtileg og hispurslaus kona, við heimsóttum hana á Lesa meira

J. Edgar

J. Edgar

Eyjan
07.02.2012

Ég fór í gær að sjá myndina um J. Edgar Hoover. Hún er að mörgu leyti áhugaverð. Hann var skrítin skrúfa þessi karl – virðist hafa haft ofur-skipulagsgáfu og djúpa þörf fyrir að flokka, en um leið var hann vænisjúkur, hefnigjarn og hégómlegur. Hann var mömmudrengur og skápahommi – giftist aldrei. Yfirleitt er talað frekar Lesa meira

Að syngja með rassinum

Að syngja með rassinum

Eyjan
07.02.2012

Það er mikið lof borið á framgöngu söngkonunnar Madonnu í hálfleik á Superbowl. Vissulega er Madonna flinkur skemmtikraftur, þótt afar fá lög eftir hana séu minnistæð. Þetta eru of veikar tónsmíðar til þess. Það skiptir þó ekki máli, hjá Madonnu er það showið sem skiptir máli. Hæfileikarnir liggja fremur á sviði almannatengsla en tónlistar. Madonna Lesa meira

Tveir flokkar með ágæta möguleika

Tveir flokkar með ágæta möguleika

Eyjan
07.02.2012

Í dag heldur Lilja Mósesdóttir blaðamannafund og kynnir nýjan stjórnmálaflokk sinn. Samstaða virðist eiga að vera nafn hans. Það verður forvitnilegt að sjá hverjir verða í liði með Lilju. Nú um helgina var svo flokkur Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar stofnaður – hann nefnist Björt framtíð. Það verður ábyggilega mikið ataast í þessum flokkum í Lesa meira

Marinó: Raunverulegt tap sjóðanna

Marinó: Raunverulegt tap sjóðanna

Eyjan
06.02.2012

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í dag að lífeyrissjóðirnir hefðu bara tapað 8 milljörðum króna. Marinó Gunnar Njálsson skoðar tölurnar og kemst að nokkuð annarri niðurstöðu. Hann skrifar á blogg sitt: „Ég verð að viðurkenna, að Gylfa Arnbjörnssyni er ekki sjálfrátt í villu sinni.  Ég spyr bara:  Hvað fékk maðurinn í stærðfræði í barnaskóla? Hann Lesa meira

Sjálfstæðismenn og skuldavandinn

Sjálfstæðismenn og skuldavandinn

Eyjan
06.02.2012

Tveir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafa undanfarna daga hvatt til aðgerða vegna skuldavanda heimilanna. Illugi Gunnarsson reið á vaðið fyrir helgi og sagði að þyrfti að meta greiðsluþol íslenskra heimila og laga skuldastöðuna að því. Það væri ekki til neins að halda fólki í heljargreipum. Illugi hvatti til þjóðarsáttar um þessi mál. Í dag skrifar Kristján Lesa meira

Utan og ofan við lögin

Utan og ofan við lögin

Eyjan
06.02.2012

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Hún telur að úrlausnarefni varðandi hrunið séu að litlu leyti lögfræðileg, heldur séu þau á sviði annarra fræðigreina. Jú, það er rétt hjá henni, skýringa má leita í félagsvísindum, hagfræði og heimspeki. En þegar maður fer inn í Bónus og stelur brauði er hann umsvifalaust Lesa meira

Úr Silfri gærdagsins

Úr Silfri gærdagsins

Eyjan
06.02.2012

Hér eru viðtöl úr Silfri gærdagsins. Fyrstur er írski prófessorinn Peadar Kirby sem talar um stjórnmál á Írlandi eftir efnahagshrunið þar og samanburð á Íslandi og Írlandi: Næst eru það Steinunn Þórhallsdóttir og Guðlaugur Gauti Jónsson sem tala um stórbyggingar Landspítalans í Skólavörðuholti: Og loks ræðir Sigurður Már Jónsson um nýja bók sína um Icesavemálið Lesa meira

Klíkurnar sem reyndu að mergsjúga landið – og tókst það næstum

Klíkurnar sem reyndu að mergsjúga landið – og tókst það næstum

Eyjan
05.02.2012

Ástandið hér á Íslandi var hér fyrir hrun að það var vaðið í alla sjóði til að nýta þá í þágu fámenns hóps fjáraflamanna. Þetta sést glöggt á skýrslunni um lífeyrissjóðina. Það voru ógurlegar fjárhæðir sem fóru í Baug og Exista. Fé sparisjóðanna var hreinsað upp, það var gengið rösklega til verks í peningamarkaðssjóðunum, hlutabréfamarkaðurinn Lesa meira

Listamaðurinn og gullöld þöglu myndanna

Listamaðurinn og gullöld þöglu myndanna

Eyjan
04.02.2012

Kvikmyndin Listamaðurinn er frábært sjónarspil og vekur minningar frá fyrstu áratugum Hollywood. Aðalkarlpersónan í myndinni er einhvers konar sambland af Douglas Fairbanks og John Gilbert. Gilbert var ein aðalstjarnan í Hollywood, en náði ekki að færa sig yfir í talmyndirnar þegar þær komu. Dó úr áfengisdrykkju 1934. Það eru ýmis smáatriði sem maður tekur eftir. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af