Stripp tjass
EyjanDr. Gunni tínir ýmislegt skemmtilegt saman á bloggsíðu sinni. Í gær birti hann færslu þar sem hann tók saman fremur fátíðar auglýsingar um nektardans sem birtust í íslenskum blöðum. Það var örsjaldan að nektardansmeyjar rak upp á skerið – og vakti að vonum athygli. Mér er ein auglýsingin sem Gunni birtir í barnsminni. Ég hef Lesa meira
Bensínverð og samanburðurinn
EyjanSjálfstæðismenn leggja til að gjöld verði felld niður á eldsneytisverði þannig að bensínlíterinn myndi kosta 200 krónur. Þetta myndi væntanlega þýða að bensínverð hér yrði eitt það ódýrasta í Evrópu. Hér má sjá lista yfir eldsneytisverð í álfunni. Mér reiknast svo til að bensínlítrin kosti 1,50 evrur hér á landi. Til samanburðar má nefna að Lesa meira
Viðskiptamódel
EyjanEitt af þeim fyrirtækjum sem harðast gekki fram í dansinum í kringum gullkálfinn á árunum fyrir hrun var olíufélagið N1. Félagið steypti sér í himinháar skuldir sem hafa verið afskrifaðar í stórum stíl. Í öðrum heimi hefði einhverjum kannski dottið í hug að setja einfaldlega svona skuldugt fyrirtæki á hausinn. Eitt af því sem N1 Lesa meira
Ennþá Ísland
EyjanEuromoney skrifar um Ísland og mál Gunnars Andersen. Greinin endar með þessari einföldu setningu: Foreign investors should bear in mind: this is still Iceland.
Bókamarkaðurinn
EyjanÞað var verið að rifja það upp á Facebook að hinn árlegi bókamarkaður hefði eitt sinn verið í Listamannaskálanum sem stóð við hlið Alþingishússins. Þar voru einnig haldnar málverkasýningar – Kjarval sýndi þar til dæmis. Mig rámar í að hafa farið á markaðinn í þessu húsi, ekki hef ég verið ýkja gamall, því Listamannaskálinn var Lesa meira
Passíusálmar og gyðingahatur
EyjanVilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur skýrir frá því að Simon Wiesenthal stofnunin í Los Angeles hafi haft samband við Pál Magnússon og mótmælt því að Passíusálmarnir séu lesnir í útvarp. Vilhjálmur segir að Passíusálmarnir séu fullir af gyðingahatri: „Þótt hatrið í Passíusálmunum sé frá því á 17. öld, er það samt sem áður gyðingahatur, og þó Lesa meira
Skálkaskjól
Eyjan„Patriotism is the last refuge of the scoundrel,“ sagði Samuel Johnson. Þjóðernishyggja er skálkaskjól. Þetta á ágætlega við um Vladimir Pútín sem trommar upp í kosningabaráttu í Rússlandi með stóryrði um hið mikla móðurland, hið sigurslæla rússneska kyn og stríðið um Rússland. Það er reyndar óvíst hver óvinurinn er – líklega hið hugrakka fólk sem Lesa meira
Salvör ekki með?
EyjanSamkvæmt þessari frétt á mbl.is gerir Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, alvarlegar athugasemdir við það hvernig Alþingi hefur meðhöndlað stjórnarskrárdrögin sem ráðið lagði fram á síðasta ári. Og ef marka má fréttina ætlar Salvör ekki að vera með í fundum ráðsins sem eru boðaðir fyrri partinn í mars. Þingið hefur ekki fjallað efnislega um neitt í Lesa meira
Fjármálalæsi
EyjanStundum líður manni eins og séu tvær þjóðir í þessu landi. Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi segir að hann hafi verið plataður til að kaupa hlutabréf í bönkum – og því hafi hann enga skuldaniðurfellingu fengið. Hann hafi gert samkomulag við banka – annars vegar hafi fyrirtæki sem hlutabréfin voru í verið sett í þrot Lesa meira
Einræðisherra Sacha Baron Cohen
EyjanÞað er sagt að búið sé að banna hinn eitraða Sacha Baron Cohen frá Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudag. Hann leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni Hugo sem er tilnefnd til fjölda verðlauna. Menn óttast að Cohen verði með einhver látalæti á hátíðinni – þá væntanlega í tengslum við nýja kvikmynd hans sem nefnist The Dictator. Þegar Cohen Lesa meira
