fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025

Óflokkað

Vitleysingar

Vitleysingar

Eyjan
20.04.2012

Í alkafræðunum segir að þegar allir eru orðnir vitleysingar í kringum mann þurfi maður kannski að fara að hugsa sinn ganga. Hagfræðiprófessorinn Þráinn Eggertsson er í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Hann fárast yfir öllum vitleysingunum sem hafi farið á kreik eftir hrunið. Þessir vitleysingar eru fólk sem er með aðrar hugmyndir en Þráinn um Lesa meira

Pólitískt hæli?

Pólitískt hæli?

Eyjan
20.04.2012

Jónína Benediktsdóttir skrifar bráðskemmtilega grein í Morgunblaðið í dag. Þar kemst hún meðal annars að þeirri niðurstöðu að Kínverjar geti prísað sig sæla fyrir að hafa ekki lent undir Samfylkingunni. Jónína varar Kínverja líka við því að „hrægammakapítalisminn“ nái völdum þar eystra – líkt og hann gerði á Íslandi. Jónína ávarpar Wen Jiabao forsætisráðherra – Lesa meira

Eðli pólitískra stöðuveitinga

Eðli pólitískra stöðuveitinga

Eyjan
20.04.2012

Brynjar Níelsson skrifar grein þar sem hann segir að sé nóg komið af „árásum“ á Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara. Hængurinn er bara sá að svona virka pólitískar stöðuveitingar. Þeir sem fá embætti úthlutað pólitískt þurfa að sæta því að njóta ekki trausts. Og skiptir þá ekki máli hvort þetta eru sérstök valmenni eða ekki. Pólitískar Lesa meira

Levon Helm

Levon Helm

Eyjan
19.04.2012

Levon Helm var trommuleikari og söngvari í hljómsveitinni The Band, einni merkustu rokksveit allra tíma. Hljómsveitarmeðlimir voru frá Kanada, nema Helm, hann var frá Arkansas. Tónninn sem The Band ræktaði var einstakur og sérlega amerískur – blanda af rokki og þjóðlagatónlist úr ýmsum áttum. Hljómsveitarmeðlimir léku á ýmis hljóðfæri, Helm spilaði á mandólín milli þess Lesa meira

Hannes: Bólguseðill

Hannes: Bólguseðill

Eyjan
19.04.2012

Hannes Pétursson skáld er einn mesti stílisti sem nú er uppi á Íslandi. Hannes skrifar einstöku sinnum greinar í blöð og þá les maður. Hann er höfundur greinar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni Bólguseðill. Hér er brot úr greininni: „Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til Lesa meira

Heilagt stríð

Heilagt stríð

Eyjan
19.04.2012

Ég hef undanfarið vakið athygli á dæmum um algjört hömluleysi í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Með því er verið að gengisfella tungumálið. Margir álíta kannski að það séu einungis bloggarar og stjórnmálamenn sem eru búnir að missa stjórnina, en svo er ekki. Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Í fyrirsögn er haft Lesa meira

Kvótinn og þjóðaratkvæði

Kvótinn og þjóðaratkvæði

Eyjan
18.04.2012

Deilurnar um kvótakerfið eru komnar í slíkt öngstræti að varla er hugsanleg nema eina leið til að klára þær – þjóðaratkvæði. Það virðist vera nokkuð almenn krafa í íslenskum stjórnmálum að efla beint lýðræði – við fengum ágætis æfingu í því í Icesave. Steingímur J. mun leggja allt kapp á að koma frumvörpum sínum í Lesa meira

Stærstu tíðindin

Stærstu tíðindin

Eyjan
18.04.2012

Kiljan er fjölbreytt í kvöld. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þar fjöllum við um stærstu tíðindin í íslenskum bókmenntum það sem af er árinu.

Mest lesið

Ekki missa af