Allt snýst kringum skoðanakannanir
EyjanNú er um það rætt að banna skoðanakannanir daginn fyrir kjördag og á kjördag. Maður heyrir mótmæli úr fjölmiðlunum, að þarna sé vegið að frelsi þeirra – og að skoðanakannanir séu þjónusta sem almenningur eigi heimtingu á. En skoðanakannanir eru líka skoðanamótandi. Vægi þeirra hefur aukist svo mikið að það nálgast algjöra mettun síðustu vikurnar Lesa meira
Grikkir – og Íslendingar
EyjanÍ Grikkjum blundar sú hugmynd að aðrar þjóðir vilji helst ræna þá – og að flest illt sem kemur fyrir þá sé útlendingum að kenna. Maður verður sífellt var við þetta í umræðu í Grikklandi, til dæmis í ávarpi tónskáldsins aldraða Mikis Theodorakis sem hefur verið dreift um heimsbyggðina. Theodorakis talar um alþjóðlegt samsæri til Lesa meira
Upplausn eftir kosningar í Grikklandi
EyjanKosningaúrslitin í Grikklandi eru þannig að það virðist útilokað að mynda ríkisstjórn í landinu. Gömlu valdaflokkarnir, Pasok og Nea Demokratia, kratar og íhald, bíða algjört afhroð. Þeim er kennt um ástandið í landinu – og ekki að ástæðulausu. Maður skilur vel Grikki sem ekki geta hugsað sér að kjósa þessa flokka. Antonis Samaras, formaður Nea Lesa meira
Úrslitin í Frakklandi og Grikklandi
EyjanSkoðanakannanirnar lugu ekki, François Hollande var kosinn forseti Frakklands. Nicolas Sarkozy viðurkenndi ósigur sinn stuttu eftir að úrslitin voru birt. Það var nokkuð góð ræða hjá forsetanum fráfarandi – hann má eiga að hann er mun betri ræðumaður en Hollande. Sigurræða tilvonandi forseta var ekki spennandi, en hann talaði um það yrðu breytingar og að Lesa meira
Silfrið: Kosningar
EyjanÞað eru æsispennandi kosningar í Frakklandi og Grikklandi í dag og þær gætu haft mikil áhrif á framtíð Evrópu. Kosningarnar verða meðal umræðuefna í Sifri Egils í dag, en einnig ber á góma landakaup Huangs Nubo, íslensku forsetakosningarnar og upplausnarástand á Alþingi. Meðal gesta í þættinum eru Styrmir Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Gérard Lemarquis, Margrét Lesa meira
Páll Skúlason: Um forsetaembættið
EyjanPáll Skúlason, prófessor í heimspeki, sendi þessar hugleiðingar: — — — Heill og sæll, Egill, og bestu þakkir fyrir marga góða pistla og ábendingar um ýmis mál, meðal annars um forsetaembættið og væntanlegar kosningar. Þú hefur réttilega bent á að það skortir upplýsta umræðu um þetta embætti, hlutverk þess og þýðingu fyrir þjóðina. Sá sem Lesa meira
Merkileg lógík
EyjanNú set ég fram einhverja vitleysu. Ýmsir verða til að mótmæla – sumir harðlega. Þá bregst ég við því með því að segja: QED. Þetta sýnir einmitt að ég hafði rétt fyrir mér.
Kreppan og innflytjendur
EyjanSem betur fer hefur efnahagskreppan á Íslandi ekki haft þau áhrif að andúð á innflytjendum hafi aukist. Það er raunin víða í Evrópu. Í Frakklandi skorar öfgakonan Marine Le Pen hátt í fyrstu umferð forsetakosninganna. Í Grikklandi er jafnvel talið að hreinn nasistaflokkur, sem stundar það að berja innflytjendur, geti náð mönnum inn á þing. Lesa meira
Furðulegt umburðarlyndi gagnvart ofbeldi
EyjanFyrir fáum árum varð konan mín fyrir líkamsárás í Miðbænum. Hún hringdi í lögregluna sem ráðlagði henni að kæra ekki. Það gæti skapað henni vandræði. En auðvitað á fólk ekki að þurfa að standa í að kæra ofbeldisglæpi sjálft. Það á að vera í verkahring yfirvalda. Lögregla á að rannsaka svona mál eins og önnur Lesa meira
Samfellt málþóf
EyjanÁ ensku nefnist málþóf filibuster – og þykir ekki fínt. Í mörgum þjóðþingum eru reglur til að koma í veg fyrir þetta, en hér á landi er eins og það virki ekki. Alþingi Íslendinga virðist vera að leysast upp í samfellt málþóf. Það er til marks um veika stöðu ríkisstjórnarinnar að hún virðist ekki geta Lesa meira
