Hugarórar og grá svæði
EyjanÞað er merkilegt hvað menn hafa mikla tilhneigingu til að rjúka upp af minnsta tilefni á Íslandi – það þarf ekki meira en einhvern orðróm. Nú segir sveitarstjórnarmaður á Langanesi – sem er afskekktasti staður á Íslandi – að sig langi í höfn sem verði eins og Súez. Það sér hvert mannsbarn að þetta eru Lesa meira
Hæstiréttur í mótsögn við sjálfan sig?
EyjanÉg taldi fráleitt að ógilda forsetakosningarnar vegna kæru Öryrkjabandalagsins. Þessa ágalla á kosningum má auðveldlega laga, ef vilji stendur til. Það er reyndar ekki víst að öryrki sem ekki getur kosið hjálparlaust geri svo leynilegar með vin sinn, fjölskyldumeðlim eða aðstoðarmann en með liðsinni starfsmanns kjörstjórnar. Hins vegar voru vissar líkur á að Hæstiréttur myndi Lesa meira
Kína og höfnin í Pireas
EyjanEin ástæða þess að við horfum til Evrópu er að gildismat þar er svipað og hérna. Eftir hrun ruku sumir upp til handa og fóta og vildu leita til Rússlands og Kína. En herskálakapítalisminn í Kína er ógeðfelldur, eins og við sjáum þegar við skoðum málið aðeins nánar, Rússland er á valdi spilltrar elítu sem Lesa meira
Smekkleysi
EyjanKommúnistastjórnin í Austur-Þýskalandi endurreisti árið 1987 Nikolaihverfið, elsta borgarhluta Berlínar. Þetta var í tilefni af 750 ára afmæli borgarinnar. Endurbyggingin var reyndar stóreinkennileg, og ber vott um furðulegt smekkleysi sem einkenndi DDR: Neðri hluti bygginganna var eins og hann gæti hafa litið út í gamla daga. Efri hlutinn var hins vegar í stíl blokkabygginga sem Lesa meira
Bradley Wiggins og Ólympíuleikarnir í London
EyjanHjólreiðar eru ekki hátt skrifaðar á Englandi. Ólympíuleikarnir í London eru að hefjast um helgina – og hefur margt verið ritað um öryggisgæslu og drottnun stórfyrirtækja. Það er spurt hvort áhorfendur verði handteknir ef þeir sjást með pepsidós. Englendingar hafa nú fengið ágætan upptakt að leikunum. Það er ekki það sem þeir vonuðust eftir. Þeir Lesa meira
Byssueign og kvikmyndaofbeldi
EyjanÓdæðisverkið í Colorado vekur óþægileg hugrenningatengsl vegna þess að það er framið í kvikmyndahúsi þar sem verið er að sýna kvikmynd sem er full af tilgangslausu ofbeldi. Ofbeldið í myndum eins og Batman er gengdarlaust – og þeir sem falla eru ekki síst saklausir borgarar, þeir sem standa álengdar. Við erum orðin vön að horfa Lesa meira
Rómaborg
EyjanÞað er merkilegt að koma á slóðir í Evrópu sem maður hefur ekki séð í marga áratugi. Fólkið er myndarlegra, betur menntað og borgirnar eru hreinni og fallegri – það virðist heilbrigðara og hávaxnara. Langvarandi velmegun leynir sér ekki. Nú má vera að allt sé á leiðinni til andskotans í Evrópu – furðulega margir virðast Lesa meira
Ótrúlegar fjárhæðir í skattaskjólum
EyjanObserver birtir fréttaskýringu um ofboðslegar fjárhæðir sem komið er fyrir í skattaskjólum í heiminum. Upphæðin er sögð á við samanlagða landsframleiðslu Bandaríkjanna og Japans. Eins og það er orðað í blaðinu – auðurinn flæðir ekki niður til fólksins heldur út í skattaskjólin. John Christensen hjá Tax Justice Network var gestur í Silfri Egils fyrir fáum Lesa meira
Ferðalög eru frelsi
EyjanÉg skrapp til Rómar. Það er auðvelt og ódýrt að komast hingað frá grísku eyjunum. Ítalir eru stærsti hópur ferðamanna þar. Ég kom fyrst til Rómar fyrir 29 árum, var á á gistihúsi nálægt Campo di Fiore. Ég man ekki betur en Dagur Sigurðarson hafi bent mér á það, svo það var enginn lúxus. Mér Lesa meira
Ameríski draumurinn – í Kanada
EyjanKanada er líkt Bandaríkjunum en samt ólíkt. Kanadamenn virðast miklu hæverskari og hlédrægari en Bandaríkjamenn upp til hópa – þeir eru löghlýðnir, ég hef aldrei komið til lands þar sem er rólegri umferðarmenning. Það var sagt um Kanada að meðan Bandaríkjamenn sunnan landamæranna svæfu með byssur undir koddanum, læstu Kanadamennirnir norðan þeirra ekki einu sinni Lesa meira
