Tímabundin krónusæla
EyjanNú hefur Seðlabankinn leyft krónunni að styrkjast of mikið. Bankinn lýsir því yfir að hann ætli að hefja stórfelld kaup á evrum á næstu vikum og þá er ljóst að gengi krónunnar mun lækka. Hærra krónugengi er náttúrlega fagnaðarefni fyrir þá Íslendinga sem ferðast til útlanda – og vöruverð ætti að lækka í verslunum, þótt Lesa meira
Romney leggst lágt
EyjanMitt Romney er skrítinn forsetaframbjóðandi. Hann fer til Bretlands og er í tómu tjóni vegna vitlausra yfirlýsinga. Öll breska pressan dregur hann sundur og saman í háði, og það gerir líka borgarstjórinn í London, Boris Johnson, fyrir framan mikinn mannfjölda í Hyde Park. Svo fer hann til Ísraels þar sem hann er að safna peningum Lesa meira
Kínverjar og langtímahugsunin
EyjanÞað er spurning hvernig á að bregðast við kenningum um að fyrirhuguð kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum hafi tengst kínverska hernum og plönum hans í Norðurhöfum. Nú er það svo að varla er að finna jörð á Íslandi sem er lengra frá sjó en einmitt Grímsstaðir – hún er einfaldlega lengst upp á Lesa meira
Fleiri Nubofléttur
EyjanNýjasta kenningin í Huang Nubo ráðgátunni er að hann vilji eignast Grímsstaði til að nota þá sem veð. Allt í einu fyllast menn umhyggju gagnvart kínverskum bönkum sem kynnu að lána út á þetta. Samkvæmt síðustu stöðu í málinu gæti Nubo notað leigusamning sinn sem veð – ekki landið sjálft – það væri athyglisvert að Lesa meira
Magnað
EyjanÓlympíuleikar hafa alltaf verið fullir af pólitík. Síðustu leikar í Peking endurspegluðu hugmyndafræði herskálakapítalismans sem er við lýði í Kína. Bandaríkjamenn sniðgengu leikana í Moskvu 1980 vegna Afganistan, Sovétmenn hefndu og komu ekki á leikana í Los Angeles 1984. Leikar hafa síðustu árin endurspeglað vald stórfyrirtækja og auðhringa, það er mjög í anda þeirra tíma Lesa meira
Flott opnunarhátíð
EyjanÞað sem ég sá af opnunarhátíð Ólympíuleikanna í gærkvöldi sýndist mér vera afar vel heppnað. Þetta virkaði frjálslegt og glatt, annað en hin hálf-fasíska opnunarhátíð í Peking fyrir fjórum árum. Áréttar að Ólympíuleika á ekki að halda nema í lýðræðisríkjum. Það var mikið gert úr breskri tónlist – sem hefur verið mjög fyrirferðarmikil síðan á Lesa meira
Af salernisgjaldi
EyjanFræg þýsk kvikmynd heitir Der letzte Mann. Hún er eftir sjálfan F.W. Murnau, einn stórmeistara þöglu kvikmyndanna, og í aðalhlutverki er stórleikarinn Emil Jannings. Myndin fjallar um karl sem er dyravörður á fínu hóteli. Hann gengst mjög upp í stöðu sinni, henni fylgir svellfínn einkennisbúningur. Þetta var á þeim árum að Þjóðverjar dýrkuðu einkennisbúninga. Svo Lesa meira
Smáir og veikir aðilar að sækja um Drekann?
EyjanOrkubloggarinn Ketill Sigurjónsson skrifar um útboð vegna rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ketill telur að félögin sem sækja um séu heldur smá og veik – þetta bendi ekki til mikils áhuga á svæðinu. Þetta eru félögin Eykon Energy (kennt við íslenskan stjórnmálamann), Kolvetni ehf og Valiant Petroleum og Íslenskt kolvetni ehf og Faeroe Petroleum. Ketill Lesa meira
Gósentíð hjá stöðumælasjóði
EyjanLaugavegurinn mun ekki líða undir lok þótt stöðumælagjöld verði hækkuð. Það er óþarfi að dramatísera hlutina svona. Laugavegurinn byggir hvort sem er mestanpart á þjónustu við ferðamenn núorðið – að vetrarlagi er hann heldur daufur, nema kannski um helgar. En hækkun stöðumælagjalda er alveg óþörf. Það er óvenju mikill fjöldi stöðumælavarða í Reykjavík og þeir Lesa meira
Flóttamenn og xenófóbía
EyjanÞað er auðvelt að hræra í gruggugum potti þar sem er óbeit á flóttamönnum – stundum ber það stóran og ljótan ávöxt í pólitík. Það er líka vænlegt til árangurs að grauta þessu saman við óljósar hugmyndir um hættuna sem á að stafa af íslömskum hryðjuverkamönnum. Því miður. Skrif af þessu tagi hefðu ekki sést Lesa meira
