Dæmalaus dæmi
EyjanÞað er ýmislegt sem getur komist á toppinn yfir ruglið sem var hér á árunum fyrir hrun. Illugi Jökulsson nefnir vídeóleiguna sem fékk lánaðar 300 milljónir króna. Það jafngildir leigu á 600 þúsund vídeóspólum. Stundum hefur verið nefnt dæmið um pítsusjoppuna sem var með skuldir upp á tvo milljarða króna. Það er dálítið hrikalegt. En Lesa meira
100 bestu fótboltamenn heims
EyjanGuardian velur 100 bestu fótboltamenn í heimi. Það kemur engum á óvart að Lionel Messi er í fyrsta sæti – keppinautur hans, Christiano Ronaldo, er í öðru sætinu. Í næstu tveimur sætum eru snillingarnir úr spænska landsliðinu, Xavi og Inesta. Zlatan Ibramovich er í fimmta sæti, en í næstu sætum þar fyrir neðan eru Radamel Lesa meira
Hreinskilni
Eyjan„Kári, af hverju viltu ekki segja mér hvort þú eigir kærustu?“ „Út af því að mér finnst ekki gaman að stelpum.“
Einangraðir Bandaríkjamenn
EyjanMerkilegt að skoða listann yfir ríki sem sögðu nei við aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Þetta eru Ísrael, Bandaríkin, Kanada, Míkrónesía, Paláu, Marshalleyjar, Panama, Narú og Tékkland. Svörtu löndin sátu hjá, þau grænu sögðu já – nei-in eru rauð.
Kristín Marja, Óskar Árni, Bjarni Harðar í Kiljunni
EyjanKristín Marja Baldursdóttir verður gestur í Kiljunni annað kvöld. Hún er að senda frá sér nýja skáldsögu sem nefnist Kantata. Kristín er með vinsælustu höfundum á Íslandi – og reyndar ná vinsældir hennar langt út fyrir landsteinana. Fáir íslenskir höfundar selja fleiri bækur erlendis en hún. Við hittum Bjarna Harðarson spölkorn fyrir austan Þjórsá og Lesa meira
Sinnaskipti
EyjanÍ Biblíunni er sagt frá Sál sem tók sinnaskiptum á veginum til Damaskus. Hann sá ljós á himni, heyrði rödd og skipti alveg um skoðun. Raunar fylgir sögunni að þetta hafi tekið svo á að hann var sjónlaus í nokkra daga og át hvorki né drakk. — — — Í fyrrasumar var ég í sjónvarpsþætti, Lesa meira
Túristarnir standa undir rekstrinum
EyjanÞór Saari segir að Íslendingar komist ekki á kaffihús fyrir útlendingum. (Hann segir reyndar líka að Íslendingar geti ekki lengur farið á Þingvelli, Gullfoss og Geysi vegna útlendinga sem trufli þá.) Ég hef pínulitla innsýn í rekstur veitingahúsa í Miðbænum. Þegar við kynntumst rak konan mín kaffihús/veitingahús í Lækjargötu. Þar var staðan einfaldlega svona: Staðurinn Lesa meira
Samfylkingarlag Guðmundar og Róberts
EyjanEiríkur Jónsson gróf upp þetta myndband – ég hef reyndar varðveitt lagið lengi á iTunes – en hér eru þeir félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall að syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar. „Það er bara einn flokkur á Íslandi sem talar af einhverri skynsemi um mál, Samfylking, la la la…“
Kjarkmesta stúlka í heimi
EyjanÞetta er Malala Yousafzai. Ég held hún hljóti að vera kjarkaðasta stúlka í heimi. Hún á sér þann draum að stofna stjórnmálaflokk með áherslu á menntun. Vegna þessa sitja öfgamenn um líf hennar. Hún er á spítala eftir morðtilræði. Ódæðismennirnir segjast ætla að reyna aftur ef hún deyr ekki í þetta sinn. Það mætti sæma Lesa meira
Minnihlutastjórn
EyjanÞetta er þá orðin minnihlutastjórn – hún hefur svosem verið það að einhverju leyti hingað til. En hún nýtur atfylgis Guðmundar Steingrímssonar í flestum málum og Róberts Marshall, sem nú hefur gengið til liðs við Bjarta framtíð. Eða þarf ríkisstjórnin að fara að semja við þá Guðmund og Róbert um öll mál? Og stundum hleypur Lesa meira
