Lítið áramótauppgjör
EyjanÉg hef ekki á tilfinningunni að ríkisstjórnin falli á þessu ári. Til þess er of mikið í húfi fyrir stjórnarflokkana. Geir Haarde og Þorgerður Katrín þurfa að standa og falla með þeirri ákvörðun að taka upp samstarf við Samfylkinguna. Samfylkingin þarf að sýna að hún sé traustsins verð – að hún sé ábyrgur flokkur í Lesa meira
Amatörar í WikiLeaks leik
EyjanFélagsskapur sem hefur tekið sér hið stóra nafn Associated Whistle Blowing Press hóf starfsemi með látum í gær. Eins og sagt er: Það er stórt orð Hákot. Uppljóstranir frá þessu fyrirbæri dreifðust með leifturhraða um netið – þar á meðal um ótrúlegar fjárhæðir sem Bjarni Benediktsson átti að hafa fengið lánaðar. Þeim sem fóru aðeins Lesa meira
Gleðileg jól
EyjanGleðileg jól nær og fjær. Gleymið ekki aðalatriðunum um jólin. Kærleika og friði. Jólabaðið er líka mikilvægt.
Síðasta Kilja fyrir jól
EyjanÍ Kiljunni í kvöld fjöllum við um bókina sem mátti ekki gefa út – það eru minningar Þórðar Sigtryggssonar organista, vélritaðar af Elíasi Mar. Nokkrar sögur hafa farið af þessu riti, það átti að vera fullt af klámi og níði um nafntogaða menn, handritið gekk manna á meðal og er sagt að Halldór Laxness hafi Lesa meira
Gengur ekki upp
EyjanÍslenska hagkerfið starfar einkennilega – það gerði það fyrir hrun og svo er enn. Bankarnir skila ofurhagnaði með því að blóðmjólka sauðsvartan almúgann. Þeir eru annars vegar í eigu kröfuhafa og vogunarsjóða, og hins vegar í eigu íslenska ríkisins. Það hefur orðið stórkostleg tilfærsla á eignum – meirihluti húsnæðis á Íslandi, sem að nafninu til Lesa meira
Kamban, höfnin, Útkall
EyjanÍ Kiljunni í kvöld verður fjallað um Kamban, það er ný ævisaga rithöfundarins Guðmundar Kamban eftir Svein Einarsson. Í bókinni er meðal annars leitað skýringa á því þegar Kamban var myrtur af ungum dönskum andspyrnumanni í lok heimstyrjaldarinnar síðari. Var hann nasisti eða kannski bara tækifærissinni? Við fjöllum um nýtt verk eftir Guðjón Friðriksson sem Lesa meira
Borgaraleg menning
EyjanÞað er nokkur misskilningur hjá ungum Sjálfstæðismönnum að það sé í anda sósíalisma að koma upp menningarstofnunum og reka þær fyrir opinbert fé. Tíminn þegar söfn, tónlistarhús og óperur Evrópu byggjast upp er þegar borgarastéttinni vex fiskur um hrygg og hún vill fá hlut af þeim lífsgæðum sem aðallinn naut áður. Á þessum tíma var Lesa meira
Joni
EyjanEitt sinn hitti ég náunga sem var umboðsmaður fyrir Rolling Stones. Það vildi svo til að ég hafði meðferðis safnplötu með lögum Joni Mitchell sem sem ég var nýbúinn að kaupa – Hits heitir hún. Stones umboðsmaðurinn sagði fýlulega að Joni Mitchell hefði nú aldrei átt nein hits. Jæja, sagði ég, kannski – en síðasti Lesa meira
Fólk brennur eins og kyndlar í Tíbet – en öllum er sama
EyjanFyrir fjörutíu og fimm árum fylgdist heimsbyggðin agndofa með þegar ungur maður, Jan Palach, kveikti í sjálfum sér í Prag til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu. Í Vietnam kveiktu Búddamunkar í sér í mótmælaskyni – það var sagt frá því í fréttum á tíma Vietnamstríðsins. Síðan 2009 hafa að minnsta kosti 122 menn kveikt Lesa meira
