fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025

Óflokkað

Ótrúlega mikil flugumferð um fámennt land

Ótrúlega mikil flugumferð um fámennt land

Eyjan
03.06.2015

Alþjóðleg flugumferð í Ísland er orðin ótrúlega mikil, tækifærin til að komast til landsins og til að komast af landi brott, hafa aldrei verið jafn mikil. Þetta hefur gríðarlega þýðingu efnahagslega, og er auðvitað mjög sérstakt í ljósi þess að landsmenn eru aðeins 330 þúsund. Borgir með slíka íbúatölu erlendis eru yfirleitt mjög daufar. Ef Lesa meira

Framsókn og fjölmiðlarnir – löng saga

Framsókn og fjölmiðlarnir – löng saga

Eyjan
03.06.2015

Framsóknarflokkurinn hefur lengi átt í ákveðnum erfiðleikum á fjölmiðlamarkaði. Hann þurfti lengi að horfa upp á yfirburðastöðu Morgunblaðsins sem studdi Sjálfstæðisflokkinn. Og það þarf svosem ekki að fara í launkofa með að fjölmiðlar hafa almennt ekki verið sérlega hliðhollir flokknum. Framsókn átti Tímann. Hann gekk meðan Sambands íslenskra samvinnufélaga naut við. Stundum var reynt að Lesa meira

Furðufréttadagurinn

Furðufréttadagurinn

Eyjan
03.06.2015

Í gær var stóri furðufréttadagurinn. Fjárkúgunin stóra reyndist vera rugl. Og byssumaðurinn í Kópavogi var ekki heima. Maður vonar að maður upplifi ekki annan svona dag á næstunni. Kannski má segja að þarna hafi birst rækilega veikleikar fréttamennsku á netinu – þar sem stöðugt þarf að fóðra skepnuna og enginn tími er til að bíða Lesa meira

Mistök?

Mistök?

Eyjan
02.06.2015

Fjölmiðlar hafa verið uppfullir af máli systranna sem ætluðu að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Verknaðurinn virðist hafa verið einstaklega illa undirbúinn og hugsaður, manni dettur strax í hug orðið rugl. En það breytir því ekki að þetta er alvarlegt afbrot. Mjög sérkennilegt er að fylgjast með umræðunni um þessa atburði. Þannig skrifar Lesa meira

Sögulegir veitingastaðir í Kaupmannahöfn

Sögulegir veitingastaðir í Kaupmannahöfn

Eyjan
02.06.2015

Ég dvaldi í Kaupmannahöfn í vikutíma og hafði dálítinn tíma aflögu þegar kvöldaði. Það er einstaklega þægilegt að ganga um Kaupmannahöfn, borgin stendur náttúrlega á flatlendi, hún er þéttbyggð og vegalengdirnar ekki miklar. Maður er ekki lengi að labba lengst utan af Vesturbrú yfir á Austurbrú eða ofan frá Vötnunum niður að Gömluströnd. Ég dvaldi Lesa meira

Píratar stærstir alls staðar nema á Norðvesturlandi – Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í landbúnaðarkjördæmi

Píratar stærstir alls staðar nema á Norðvesturlandi – Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í landbúnaðarkjördæmi

Eyjan
02.06.2015

Niðurstöður skoðanakannana halda áfram að vera stórmerkilegar – í þeim felst hávær krafa um miklar breytingar á íslenskum stjórnmálum. RÚV fékk Gallup til að greina nýjustu skoðanakönnunina með tilliti til búsetu. Þar er margt sem kemur á óvart. Píratar eru langstærstir í höfuðborginni, með 40,4 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki nema Lesa meira

FIFA tekið á beinið

FIFA tekið á beinið

Eyjan
01.06.2015

Það er stórkostlegt að sjá John Oliver draga hin hryllilegu samtök FIFA sundur og saman í háði. FIFA er eins og ágeasarfjós sem þarf að moka út úr, þetta er glæpafélag, samfélag mútuþega. En hreinsunin virðist ekki ætla að verða fyrr en Sepp Blatter sjálfur verður leiddur burt í járnum. En tvennt er alveg nauðsynlegt: Lesa meira

Í hagkerfi ónýts gjaldmiðils

Í hagkerfi ónýts gjaldmiðils

Eyjan
01.06.2015

Það má vera að verði ekki stór verðbólguhrina í kjölfar kjarasaminganna nú í vor. Þó er líklegt að flest fyrirtæki séu þess albúin að ýta þessu út í verðlagið. Og þá hækka lánin – og ávinningurinn af kjarasamingunum verður fljótur að hverfa. En samt er ekki annað hægt en að hækka launin. Þetta er vítahringur Lesa meira

Eins og köttur Schrödingers

Eins og köttur Schrödingers

Eyjan
01.06.2015

Snjall maður, Haukur Már Helgason, bendir á að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé eins og köttur Schrödingers. Um köttinn er það að segja að þetta er hugsuð tilraun  á sviði skammtafræði þar sem köttur verður fyrir blásýrueitrun og er bæði lífs og dauður. Svoleiðis er um þessa umsókn, hún er dauð eða bráðfeig en svo Lesa meira

Áhugavert að verða norskur

Áhugavert að verða norskur

Eyjan
01.06.2015

Hér er opna úr dagblaðinu Bergensavisen frá því um helgina. Íslendingar vilja verða hluti af Noregi, segir þar. Í undirfyrirsögn er haft eftir Nökkva Jóhannessyni að Ísland þurfi hjálp. Honum þyki, líkt og öðrum Íslendingum í Bergen, mjög áhugaverð tilhugsun að verða norskur.

Mest lesið

Ekki missa af