fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025

Óflokkað

Ibsen, Grand Café – og ég

Ibsen, Grand Café – og ég

Eyjan
24.06.2015

Lengi þótti Íslendingum Norðmenn fjarska hallærislegir. Það hefur breyst í seinni tíð af þeirri einu ástæðu að Norðmenn eru svo ríkir núna. Forðum var Noregur fátæktarbæli, 30 prósent norsku þjóðarinnar flutti til Vesturheims – mun hærra hlutfall en á Íslandi. En nú fara Íslendingar til Noregs til að vinna og þiggja góð laun og það Lesa meira

Sturlunin heldur áfram

Sturlunin heldur áfram

Eyjan
24.06.2015

Flest bendir til að samkomulagið sem Grikkir þurfa að undirgangast sé einungis framhald af hinni sturluðu stefnu Troikunnar, ESB, Evrópska seðlabankans og AGS. Krafan er um meiri niðurskurð og skattahækkanir. Þetta er í samfélagi sem er hyldjúpri kreppu, þar sem vantar mest af öllu skuldaniðurfellingu og fjármagn til að geta byggt upp að nýju. Í Lesa meira

Fylgið sem hvarf

Fylgið sem hvarf

Eyjan
23.06.2015

Einhver furðulegasta vending í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð er fylgi Bjartrar framtíðar sem hvarf. Flokkurinn var með 20 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en er kominn í 3 prósent í nýjustu könnun. Leiða má getum að því að mestallt fylgi BF sé farið yfir á Pírata. Er von á að það komi aftur? Nei, fátt Lesa meira

Alþýða með hægri öfga

Alþýða með hægri öfga

Eyjan
23.06.2015

Þetta er mikið umhugsunarefni. Verkafólki fjölgar stórlega á þingi í Danmörku. Semsagt fólki sem mætti segja að sé alþýða. Lengi töldu sósíalistar – og jú, og kommúnistar – sig tala fyrir slíkt fólk. Hér á Íslandi voru Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. En það kemur inn á þingið sem fulltrúar Danska þjóðarflokksins – semsagt hægri öfga. Og Lesa meira

Robert Plant brynnir músum – 45 ár frá Zeppelin tónleikunum

Robert Plant brynnir músum – 45 ár frá Zeppelin tónleikunum

Eyjan
22.06.2015

Í dag eru liðin 45 ár – já, það er satt – frá því hljómsveitin Led Zeppelin lék á Íslandi. Það var 22. júní 1970. Þetta eru sögufrægustu rokktónleikar Íslandssögunnar. Ekki fyrr né síðar hefur svo stór hljómsveit leikið hér, og það þegar hún var á fljúgandi ferð á toppinn. Zeppelin er einfaldlega á topp Lesa meira

Tony Blair og hinn endalausi spuni

Tony Blair og hinn endalausi spuni

Eyjan
22.06.2015

Tony Blair er einhver mesti óþurftarmaður í vestrænum stjórnmálum í seinni tíð. Hann virðist hafa trúað því að hægt væri að sigrast á öllu með nógu miklum spuna. Spunavélin í kringum hann malaði og malaði – þangað til enginn vissi hvað sneri upp eða niður. Einhvern veginn spilltust stjórnmál í tíma Blairs, enda lærðu margir Lesa meira

Grikkland á brún hyldýpis

Grikkland á brún hyldýpis

Eyjan
22.06.2015

Hér í Aþenu virðist allt með kyrrum kjörum. Borgin er full af túristum – Kínverjar hafa verið mjög áberandi síðustu árin. Þeir koma og fara á helstu ferðamannastaði, en eiginlega aldrei út fyrir þá. Rússar eru færri en verið hefur vegna þess hversu rúblan er lág. Rússanna er saknað, þeir eru mjög eyðslusamir. Síðustu ár Lesa meira

Jacques Mer 1927-2015

Jacques Mer 1927-2015

Eyjan
20.06.2015

Ég frétti lát elskulegs vinar, Jacques Mer, sem var sendiherra Frakklands á Íslandi á árunum 1988-1992. Jacques var einstaklega líflegur maður, og varla hafa samskipti þessara ríkja blómstrað í aðra tíð eins og á tíma hans. Jacques stóð fyrir alls kyns uppákomum og skemmtilegheitum, frægast var þegar hann dreif forsetana Mitterrand og Vigdísi til að Lesa meira

Leiður gestur á kvennadegi

Leiður gestur á kvennadegi

Eyjan
19.06.2015

Það er illt til þess að hugsa að Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sé að ávarpa ráðstefnu á Íslandi á sama tíma og gríska hagkerfið er endanlega að komast að þrotum. Lagarde hefur rekið sérlega neikvæða stefnu gagnvart Grikklandi sem byggir á því að hægt sé að skera niður í hagkerfi og svelta það og ná Lesa meira

Ekki dagur fyrir hátíðarræður og mærð

Ekki dagur fyrir hátíðarræður og mærð

Eyjan
19.06.2015

19. júní er merkisdagur, það eru liðin hundrað ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt. Íslendingar voru nokkuð framarlega þegar kom að þessari sjálfsögðu réttarbót. Dagurinn er haldinn í skugga þess að um daginn voru sett lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, stéttar sem er einkum skipuð konum. Þannig að í rauninni er ekki viðeigandi að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af