Urðu ástfangin þegar þau léku hjón og giftu sig með leynd nú um helgina
Parið, Michael Fassbender, 40 ára, og Alicia Vikander, 29 ára, giftu sig um helgina án viðhafnar í fríi á Ibiza. Aðeins nánustu fjölskylda og vinir voru viðstödd. Á sunnudag sást til nýbökuðu hjónanna með hringa á fingrum, Fassbender með einfaldan gullhring og Vikander með demantshring. Hjónin kynntust við tökur á myndinni The Light Between Oceans Lesa meira
Ný stikla fyrir Stranger Things – vísbending um hvað Eleven mun gera
Ný stikla, og jafnframt sú síðasta, er komin út fyrir seríu tvö af Stranger Things, en serían kemur í heild sinni á Netflix þann 27. október næstkomandi.
Hlustaðu á nýjustu plötu Pink – Beautiful Trauma komin út
Pink gaf í dag út sjöundu stúdíóplötu sína, Beautiful Trauma. Fyrsta lag plötunnar, What About Us, kom út 10. ágúst síðastliðinn og fékk góðar viðtökur. Pink flutti lagið á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni 27. ágúst síðastliðinn ásamt syrpu af hennar vinsælustu lögum. Beautiful Trauma inniheldur 13 lög og syngur rapparinn Eminem með henni í öðru lagi plötunnar, Lesa meira
Disney prinsessur í nútímalegri búningi
Ævintýri Disney eru listamönnum eilíf uppspretta nýrra útgáfa og hugmynda. Listamenn og hönnuðir um allan heim hafa endurgert og uppfært hetjur og skúrka ævintýranna í nýjar útgáfur, búninga og aðstæður. Einn af þeim er Fernanda Suarez, stafrænn listamaður frá Chíle, sem byrjaði á Mjallhvíti í júlí árið 2016 og hefur hún nú fært átta prinsessur Lesa meira
Bleikt bíó: Happdrætti – varst þú dregin út?
Fimmtudaginn 28. september síðastliðinn bauð Bleikt konum í bíó í samstarfi við Sambíóin. Konur á öllum aldri fylltu salinn í Kringlubíói (og örfáir karlar læddu sér með) og skemmtu sér yfir nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Konum bauðst að setja nafn sitt í lukkupott og við erum búnar að sækja vinningana, draga vinningshafa og Lesa meira
Myndband: Stiklan fyrir áttundu Star Wars er komin
Áttunda Star Wars myndin, Star Wars: The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 15. desember næstkomandi. Ný stikla var frumsýnd í gær og einnig nýtt plakat. Það er ljóst að það er mikið að hlakka til fyrir aðdáendur Star Wars.
Julia Roberts leikur allar myndir sínar á 10 mínútum
Ert þú aðdáandi Juliu Roberts? Ef svo er hefur þig langað til að taka maraþon og horfa á allar myndir hennar, en ekki fundið tíma? Núna er tækifærið. Roberts mætti í vikunni í þátt James Corden, The Late Late Show, og á níu og hálfri mínútu leikur hún atriði úr sínum vinsælustu myndum. Það voru Lesa meira
Liam Neeson er hættur að leika hasarhetjur
Næsta mynd Liam Neeson, The Commuter, kemur í kvikmyndahús í byrjun árs 2018. Myndin er samkvæmt heimildum hasarmynd í B-klassa. Verður þetta líklega í síðasta sinn sem við sjáum Neeson nota sérstaka hæfileika sína til að leika miðaldra mann sem þarf að berja mann og annan til að bjarga fjölskyldu sinni, því Neeson hefur gefið Lesa meira
Allt önnur Ella færð á svið í Mosfellsbæ
Leikfélag Mosfellssveitar setur nú upp metnaðarfulla sýningu, Allt önnur Ella, í samstarfi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Frumsýning var í gærkvöldi og upplifun gesta er á þann veg að þeir koma inn á jazzbúllu í anda sjöunda áratugarins. Rómantík og afslappað andrúmsloft umlykur þar gesti. Gestir sitja við borð í 70 manna sal, lýsing og umgjörð Lesa meira
Stundin okkar hefst í dag – krakkar um land allt í forgrunni
Stundin okkar byrjar á ný í dag kl. 18. Undirbúningur fyrir þáttaröðina byrjaði snemma í sumar þegar um 500 krakkar komu í opnar prufur í Útvarpshúsið og létu ljós sitt skína. Síðasta vetur komu mörg hundruð krakkar fram í fjölbreyttum innslögum. Þau tóku meðal annars þátt í skrítnum íþróttagreinum, stórhættulegu spurningakeppninni, skapandi þrautum, fræddu áhorfendur Lesa meira