fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

lýðræði

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Við setningu Alþingis í gær vandaði Halla Tómasdóttir forseti Íslands um við þingmenn og hvatti þá til að bæta þingstörf. Hún sagði þingmenn ekki eiga að keppast við að setja met í málþófi. Hugsanlega væri kominn tími til að breyta þingskapalögum eða jafnvel stjórnarskrá í þessum tilgangi. Við sömu athöfn birtist Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis Lesa meira

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Fréttir
13.08.2025

Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarkona á Rás 1 gerir fasisma að umtalsefni í nýjum pistli á Facebook. Hún segir ljóst að fasismi sé á uppleið í heiminum ekki síst í Bandaríkjunum og rekur ýmsar aðgerðir Donald Trump forseta landsins þeim orðum sínum til stuðnings. Una Margrét segist slegin óhug yfir þessari þróun en þó sérstaklega yfir Lesa meira

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Lýðræði

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Lýðræði

Eyjan
18.07.2025

Heyrði haft eftir einum ráðherra ríkisstjórnarinnar að meint málþóf minnihlutans væri aðför að lýðræðinu. Einhverjir þingmenn minnihlutans viðruðu svipaða skoðun eftir að forseti þingsins stöðvaði frekari umræður um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra og vísaði því til atkvæðagreiðslu, með vísan í 71. gr. laga um þingsköp. Menn virðast túlka hugtakið á ýmsa vegu og nota það eftir hentisemi Lesa meira

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

EyjanFastir pennar
12.07.2025

Sú mikilvæga þingræðisregla hefur gilt á Íslandi að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar leiða mál til lykta með lýðræðislegum atkvæðagreiðslum. Fjórir kostir eru í boði, að styðja fingri á grænan takka, gulan eða rauðan, ellegar mæta ekki til atkvæðagreiðslunnar. Með þessu móti tjá þingmenn afstöðu sína. Þegar svo ber við að minnihluti Alþingis tekur sér það vald Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

EyjanFastir pennar
11.07.2025

Líkt og þorri þjóðarinnar andaði Svarthöfði léttar er skörulegur forseti Alþingis virkjaði í dag 71. grein þingskapalaga og batt enda á málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu. Ekki er laust við að um gustukaverk hafi verið að ræða af hálfu forseta í þágu stjórnarandstöðunnar sem var komin í fullkomnar ógöngur og sjálfheldu, nær búin að tala sig Lesa meira

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

EyjanFastir pennar
05.07.2025

Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera orðinn afhuga því að Íslendingar búi við lýðræði. Þingmenn hans krefjast þess að minnihluti Alþingis fái að ráða, en til vara að þeir segi meirihlutanum fyrir verkum. Það sé þeim þar að auki heilög skylda að stöðva þingræðið svo fáræðið fái sínu framgengt. Vilji alls þorra almennings sé landinu líka skeinuhættari en Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

EyjanFastir pennar
05.06.2025

„Það hefur svolítið verið látið í hendur atvinnugreinarinnar bara að færa rök fyrir því, frá einum tíma til annars, hvernig veiðigjald er og hvort það er of hátt eða lágt.“ Í umræðuþætti RÚV, sem sjónvarpað var frá Grundarfirði fyrir skömmu, lét framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þessi orð falla í tengslum við réttmæta gagnrýni sína Lesa meira

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Eyjan
23.04.2025

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum utanríkisráðherra lýsir í pistli á heimasíðu sinni yfir töluverðum áhyggjum af framtíð lýðræðisins á Vesturlöndum. Segir Þórdís Kolbrún að helsta ógnin við lýðræðið sé að vitsmunalegri heilsu fólks fari hrakandi. Lestrargetu fari minnkandi sem og geta til að leysa úr viðfangsefnum sem krefjast rökhugsunar. Hætti fólk að Lesa meira

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

EyjanFastir pennar
19.04.2025

Sú gerræðislega ofstækisalda sem ríður yfir Bandaríkin vekur upp þá áleitnu spurningu hvort mélbrotinni vöggu lýðræðisins, sem þar blasir nú við, verði klambrað saman á nýjaleik. Eftir hundrað daga valdatíð Donalds Trump er það allsendis óvíst. Og ef fram heldur sem horfir, og einbeittir einræðistilburðir þessa fasíska forseta verða ekki stöðvaðir, svo sem af hernum, Lesa meira

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

EyjanFastir pennar
11.01.2025

Það eru viðsjár í nær öllum álfum jarðarkringlunnar. Og það er ekki einasta svo að ófriðurinn dreifi sér um allar jarðir, heldur er helsta vörnin gegn hervaldi og almennum yfirgangi illa þenkjandi manna að veikjast til muna. Lýðræðið er nefnilega að linast, og að sama skapi eflist hagur auðræðisins. Ástæðan er einkum og sér í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af