Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
FréttirKærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa bandarískri konu úr landi á landamærunum í Leifsstöð, með endurkomubanni í tvö ár. Var við upphaf málsins ekki farið að ákvæðum laga um að kynna bæri konunni um rétt hennar. Lögreglan hafði afskipti af konunni, sem er ekki með dvalarleyfi á Íslandi, Lesa meira
Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar
FréttirGreint er frá því í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra til laga um vegabréfsáritanir að nokkuð sé um að sótt sé um vegabréfsáritanir til Íslands án þess þó að viðkomandi hafi hugsað sér að koma hingað til lands. Ætlunin sé fremur að nota áritunina til að komast til annarra landa á Schengen-svæðinu og Lesa meira
Úlfar mátti neita einhverfum manni um inngöngu í landið
FréttirKærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun sem tekin var af lögreglustjóranum á Suðurnesjum í janúar síðastliðnum. Þáverandi lögreglustjóri var Úlfar Lúðvíksson en hann tók þá ákvörðun að vísa albönskum manni, sem er einhverfur, frá landinu daginn eftir komu hans en maðurinn fékk aldrei leyfi til að yfirgefa flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Lesa meira
Margdæmdum manni sem beðið hefur brottvísunar frá Íslandi í fimm mánuði sleppt úr gæsluvarðhaldi
FréttirLandsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóm Reykjaness yfir manni sem vísa á frá landinu. Maðurinn kom hingað til lands á síðasta ári þrátt fyrir að vera í 10 ára endurkomubanni frá Schengen-svæðinu og var brottvísun hans frá landinu staðfest í desember síðastliðnum en hefur ekki enn komið til framkvæmda en maðurinn hafði verið í Lesa meira
Nafn mannsins sem lést við Njarðvíkurhöfn
FréttirÍ tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn sem lést í sjóslysi í Faxaflóa, skammt fyrir utan Innri-Njarðvík, þann 22. júlí síðastliðinn hét Hörður Garðarsson. Hörður var fæddur 1958 og bjó í Reykjavík. Hann lætur eftir sig fjögur börn, þrjú þeirra uppkomin.
Þetta þarf að hafa í huga á gosstöðvunum
FréttirLögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, opnaði í gær fyrir aðgang almennings að Meradalaleið á Reykjanesskaga. Þau sem hafa áhuga á að skoða eldgosið í Litla Hrút í návígi geta gengið þá leið. Sjá einnig: Opið inn á gossvæðið um Meradalaleið Í nýrri tilkynningu sem borist hefur frá Lögreglustjóranum er að finna nokkrar leiðbeiningar um hvernig Lesa meira