Lögreglumaðurinn gekk upp að heimilislausa manninum – Konurnar vissu ekki hverju þær áttu að búast við
PressanHádegisverðarhlé getur greinilega tekið óvænta stefnu miðað við þessa frásögn. Tvær konur voru í hádegisverðarhléi þegar óvænt atburðarás hófst beint fyrir augum þeirra. Elisabeth McClain var í hádegisverðarhléi með vinkonu sinni í Madison-sýslu Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins. Þær sáu heimilislausan mann sitja upp við umferðarmerki og var hann með bakpokann sinn Lesa meira
Handtekinn í Árbæ
FréttirÁ áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn á veitingastað í Árbæ. Maðurinn var í töluverðri vímu og var til vandaræða inni á veitingastaðnum. Hann var vistaður í fangageymslu. Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Stúlkan sem lýst var eftir á aðfangadag er fundin
FréttirStúlkan sem lögreglan lýsti eftir á aðfangadag er fundin heil á húfi. Vegna aldurs hennar hefur mynd og nafn hennar verið fjarlægt samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar almenningi fyrir veitta aðstoð.
Fylgstu með Löggutísti – Innsýn í störf lögreglunnar í sólarhring
FókusÁ föstudaginn kemur, 14. desember, fer fram Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst.“ Í löggutístinu munu Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða frá því kl. 16 á föstudag til kl. 04 á laugardagsmorguninn. Tilgangur viðburðarins er að Lesa meira
Engin samræming í fatamálum lögreglunnar
FréttirLögreglumenn sem DV hefur rætt við eru ósáttir við hvernig staðið er að fatamálum hjá stofnuninni. Ríkislögreglustjóri á að sjá um að útvega embættunum allan vinnu- og einkennisklæðnað en enginn samningur hefur verið um nokkurt skeið um hvar eigi að kaupa öll föt. Útboð sem haldið var í janúar gekk ekki upp nema að takmörkuðu leyti og Lesa meira
Eldri kona tapaði hárri fjárhæð við Bónus – Náungakærleikur að verki
FókusLögreglan á Suðurlandi birti í dag stöðufærslu sem er akkúrat í anda jólanna og sýnir náungakærleikann í sinni bestu mynd. Eldri kona kom á lögreglustöðina á Selfossi í gær og tilkynnti að hún hefði tapað umslagi með 70 þúsund krónum í, í eða við Bónus. Upphæð sem margan grunar um, og sérstaklega núna í aðdraganda Lesa meira
Guðrún Birta er fundin
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðrúnu Birtu Gunnarsdóttur 22 ára. Ekkert er vitað um ferðir hennar frá því um kl. 5 síðastliðna nótt í Breiðholti. Guðrún Birta er 152 cm á hæð, með skolleitt millisítt hrokkið hár og smá ör undir öðru auga. Talið er að Guðrún Birta sé klædd í svartar joggingbuxur, dökkbláan mittisjakka Lesa meira
Lögreglan leigir bílaleigubíla og leigubíla í auknum mæli
FréttirLögreglumenn sem DV hefur rætt við segja að bílamálin séu í miklum ólestri. Fyrirkomulagið er þannig að lögregluembættin leigja bíla af Ríkislögreglustjóra. Þar er innheimt bæði fast gjald og kílómetragjald. Þetta sé hins vegar svo óhagstætt að embættin séu í auknum mæli farin að leigja af bílaleigum í einkaeigu. Getur munurinn á leigu á ómerktum lögreglubíl verið Lesa meira
Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar
FréttirFyrir tveimur árum ákvað Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, að nám í lögreglufræði myndi fara fram í Háskólanum á Akureyri (HA). Þetta var gert þrátt fyrir að það væri dýrara en að láta Háskóla Íslands (HÍ) annast námið. Auk þess var HÍ metinn besti skólinn faglega séð til að annast kennsluna en sérstök matsnefnd fór yfir Lesa meira
Karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar um peningaþvætti
FréttirKarlmaður á sextugsaldri var í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 2. nóvember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á meintu peningaþvætti. Lagt var hald á verulega fjármuni, en fasteign mannsins hefur verið kyrrsett og hald lagt á bankareikninga og ökutæki hans. Þá lagði lögregla Lesa meira