fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Landsréttur

Margdæmdum manni sem beðið hefur brottvísunar frá Íslandi í fimm mánuði sleppt úr gæsluvarðhaldi

Margdæmdum manni sem beðið hefur brottvísunar frá Íslandi í fimm mánuði sleppt úr gæsluvarðhaldi

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóm Reykjaness yfir manni sem vísa á frá landinu. Maðurinn kom hingað til lands á síðasta ári þrátt fyrir að vera í 10 ára endurkomubanni frá Schengen-svæðinu og var brottvísun hans frá landinu staðfest í desember síðastliðnum en hefur ekki enn komið til framkvæmda en maðurinn hafði verið í Lesa meira

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Landsréttur hefur staðfest dóma yfir manni að nafni Dumitru-Aurel Ivan en hann hafði hlotið fangelsisdóma í héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum og fyrir að bera kynfæri sín á almannafæri. Fyrir Landsrétti voru málin tvö sameinuð í eitt. Ivan var ákærður fyrir að hafa í janúar 2021 áreitt 13 ára gamla stúlku kynferðislega en áreitnin Lesa meira

Fjölskyldan fylgdi honum til Íslands beint inn í helvíti

Fjölskyldan fylgdi honum til Íslands beint inn í helvíti

Fréttir
21.03.2025

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem sakaður hefur verið um að beita konu sína og fimm börn þeirra margvíslegu ofbeldi. Maðurinn kom fyrst til landsins árið 2022 og hlaut í kjölfarið alþjóðlega vernd en konan og börnin komu hingað til lands í mars 2024 og fluttu þá inn á sama heimili og Lesa meira

Brottrekstur flugumferðarstjóra sem sakaður var um kynferðisbrot stendur óhaggaður

Brottrekstur flugumferðarstjóra sem sakaður var um kynferðisbrot stendur óhaggaður

Fréttir
21.03.2025

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms sem sýknaði dótturfélag Isavia, Isavia ANS ehf, af kröfum manns sem starfaði sem flugumferðarstjóri. Krafðist hann bóta eftir að hafa verið sagt upp störfum í kjölfar þess að nemi í flugumferðarstjórn sakaði hann og annan flugumferðarstjóra um kynferðisbrot en rannsókn á því máli var felld niður. Hluti af starfi mannsins Lesa meira

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Fréttir
05.03.2025

Mál Finns Ingi Einarssonar sem var sakfelldur á síðasta ári fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar verður tekið fyrir í Hæstarétti. Finnur Ingi var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur sneri dómnum við og sakfelldi hann. Landsréttur sagði framburð Finns Inga ótrúverðugan og vísaði til þess að lífsýni úr konunni hefðu fundist á getnaðarlim hans. Lesa meira

Dómur yfir Dagbjörtu þyngdur

Dómur yfir Dagbjörtu þyngdur

Fréttir
20.02.2025

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Dagbjörtu Guðrúnu Rúnarsdóttur fyrir að verða sambýlismanni sínum að bana í íbúð að Bátavogi í Reykjavík árið 2023. Í Héraðsdómi hlaut hún 10 ára fangelsi en Landsréttur þyngdi dóminn í 16 ára fangelsi. Hér má lesa fyrri fréttir DV af Bátavogsmálinu. Í frétt Vísis af dómi Landsréttar kemur fram að Lesa meira

Héraðsdómur Reykjavíkur var of liðlegur við Skattinn

Héraðsdómur Reykjavíkur var of liðlegur við Skattinn

Fréttir
14.02.2025

Landsréttur hefur ómerkt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Skattinum sé heimil rannsókn á rafrænu innihaldi farsíma sem var haldlagður í þágu rannsóknar á tilteknu máli. Segir Landsréttur málsmeðferð héraðsdóms hafa verið svo áfátt að ekki sé annað mögulegt en ómerkja úrskurðinn og leggja fyrir dóminn að taka málið til meðferðar að nýju. Eigandi farsímans auk Lesa meira

Ríkið tapaði á beiðni Skattsins um gjaldþrotaskipti

Ríkið tapaði á beiðni Skattsins um gjaldþrotaskipti

Fréttir
29.01.2025

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríksins um að taka mál þess gegn þrotabúi fyrirtækisins Eignarhaldsfélagið Karpur ehf. fyrir. Varðar málið riftun á greiðslu 20 milljóna króna skuldar fyrirtæksins við Skattinn en það var einmitt sú stofnun sem fór fram á að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ljóst er því að ríkið tapaði á gjaldþrotaskiptunum. Fyrirtækið, Lesa meira

Albanskur fíkniefnasali sem þóttist eiga kærustu þarf ekki að vera lengur á Íslandi

Albanskur fíkniefnasali sem þóttist eiga kærustu þarf ekki að vera lengur á Íslandi

Fréttir
28.01.2025

Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að albanskur maður sem grunaður er um fíkniefnasölu þurfi að halda sig á Íslandi og tilkynna sig alla virka daga á lögreglustöð. Þegar maðurinn var handtekinn í síðastliðnum mánuði fundust skilaboð í síma hans sem gáfu til að kynna að hann væri hér á landi til Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af