Aðgangsbeiðnir íbúa að Grindavík orðnar rafrænar
FréttirTil þess að bæta þjónustuna við Grindvíkinga sem þurfa að komast inn í Grindavík hefur nú verið tekið upp skráningarferli á island.is þar sem íbúar geta skráð sínar óskir um að komast inn í bæinn að vitja eigna sinna. Tekið er við þessum beiðnum í gegnum skráningarform á island.is, beiðnunum forgangsraðað og síðan er haft samband við þá Lesa meira
Upplýsingafundur Almannavarna í dag
FréttirUpplýsingafundur Almannavarna verður haldinn kl. 13 í dag samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fer á fundinum yfir stöðu mála eftir atburði síðustu viku í Grindavík. Einnig verða á fundinum Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík og Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofu Íslands.
Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag
FréttirLögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi aðgang íbúa að Grindavík í dag, 18. nóvember. Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem aðgerðastjórnin í Reykjanesbæ hefur Lesa meira
Vilhjálmur í losti og finnur varla fyrir tilfinningum – Hættur að spá í jarðskjálftum og hvort það gjósi
FréttirVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er búsettur í Grindavík og hefur síðasta vika verið erfið fyrir hann eins og alla aðra Grindvíkinga. Vilhjálmur var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hann fór yfir fréttir vikunnar ásamt kollega sínum, þingkonunni Ásthildi Lóu Þórsdóttur úr Flokki fólksins. Eðli málsins samkvæmt voru málefni Grindavíkur í brennidepli Lesa meira
Segir kvikuna sennilega ekki nægilega mikla til að valda eldgosi
FréttirHaraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur fjallar um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga á bloggsíðu sinni og í samtali við Vísi. Haraldur er einn virtasti og þekktasti íslenski jarðvísindamaðurinn á alþjóðavettvangi. Hann segir meðal annars að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur segir kviku, sem kunni að vera að á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki Lesa meira
Kona hellti sér yfir son Sigurðar og vin hans – Sagði Grindvíkinga pakk sem fengi allt frítt
FréttirKona um þrítugt veittist að tveimur ungum mönnum frá Grindavík á kaffihúsi á Selfossi og sakaði þá um forréttindi. Sagði hún að Grindvíkingar væru úti um allt að nýta sér fría hluti sem fyrirtæki væru að bjóða þeim. Grindvíkingurinn Sigurður Óli Þórleifsson og fjölskylda hans dvelja nú á Selfossi eftir að vinafólk þeirra veitti þeim Lesa meira
Greitt fyrir aðgengi Grindvíkinga að þjónustu í Reykjavík
FréttirBorgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Þetta kemur fram í sameiginlegri bókun borgarráðs sem samþykkt var í dag og tilkynningu. Í bókuninni segir einnig að vegna þessarar alvarlegu stöðu sé samstaða í borgarráði um að Lesa meira
Stór hluti Grindavíkur rafmagnslaus
FréttirDreifikerfi HS Veitna í Grindavík eru víða löskuð vegna stöðugra jarðskjálfta, jarðsigs og jarðgliðnunar og hefur ekki verið hægt að bilanagreina á vettvangi eða fara í stærri viðgerðir sökum aðstæðna. Fyrr í kvöld fór rafmagn af á stórum hluta Grindavíkur og fór starfsfólk HS Veitna strax í að greina stöðuna. Í samráði við Almannavarnir hefur Lesa meira
Segir myndband af símavandræðum Þorvalds strangheiðarlega efnið sem við þurfum í dag
Fréttir„King Þorvaldur Þórðar að taka Skype viðtal í bílnum við CNN um möguleikann á því að flugsamgöngur leggist af á meðan helvítis gemsinn fer að hringja og það gengur ekkert að setja á silent er fallega og strangheiðarlega contentið sem við þurfum í dag,“ segir Árni Helgason lögmaður og hlaðvarpsstjórnandi á X, þar sem hann Lesa meira
Biður fjölmiðla að sýna aðgát – „Tilfinningar fólks eru ekki söluvara fyrir aðra“
Fréttir„Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ákall til fjölmiðla. Hugur minn er hjá Grindvíkingum þessa dagana það sem þeir eru að ganga í gegnum núna er eitthvað sem enginn getur ímyndað sér hvernig er að upplifa. Nema mögulega þeir sem hafa upplifað eitthvað í líkingu við þær hamfarir sem eru að eiga sér þar stað,“ Lesa meira