Jeff Bezos og Bill Gates fjárfesta í verkefni á Grænlandi
PressanFyrirtækið Bluejay Mining hefur fengið 15 milljónir dollara frá nokkrum af ríkustu mönnum heims til að fjármagna leit að sjaldgæfum málmum á Grænlandi. Þetta eru málmar sem er hægt að nota í rafbíla. Meðal fjárfestanna eru Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Samkvæmt frétt Jótlandspóstsins þá verður fjármagnið notað til að hrinda leitarverkefninu Disko-Nuussuaq í gang á vesturströnd Grænlands. Peningarnir koma frá KoBold Metals Lesa meira
Bæjarstjórinn í Nuuk tekinn fram fyrir í bólusetningu – Starfsfólki hótað af embættismanni
PressanCharlotte Ludvigsen, bæjarstjóri í Nuuk á Grænlandi, var tekinn fram fyrir langa röð fólks, sem beið eftir að komast í bólusetningu, þann 22. júlí og bólusett á undan fólkinu. Þrír embættismenn voru með henni og voru þeir einnig bólusettir á undan þeim sem biðu. Þegar upp var staðið þurftu margir frá að hverfa þar sem bóluefnin voru á Lesa meira
Methiti á Grænlandi – 23,4 gráður
PressanSíðasta fimmtudag mældist hitinn 23,4 gráður í Hurry Fjord í Nerlerit Inaat í Scoresbysund á austanverðu Grænlandi og hefur aldrei mælst hærri hiti þar. Danska veðurstofan segir að um hitamet á austanverðu Grænlandi sé að ræða. Ástæðan fyrir þessum háa hita var háþrýstisvæði sem lá yfir svæðinu í nokkra daga. Því fylgdi nær enginn vindur Lesa meira
Bráðnun grænlenskra jökla veldur kvikasilfursmengun
PressanBráðnun grænlenskra jökla hefur í för með sér að það losnar um ótrúlega mikið magn af kvikasilfri sem rennur út í firði og ár. Vísindamenn fundu mikið magn af kvikasilfri á ströndum í suðvesturhluta landsins, þar sem vatn úr þremur jöklum rennur niður. Kvikasilfur getur safnast upp í svo miklu magni að það getur valdið Lesa meira
Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér
PressanDanskir bræður, sem komu nýlega til Grænlands frá Danmörku, voru ekki lengi að skapa usla í bænum Qaqortoq, sem nefnist Julianehåb á dönsku, eftir komu sína. Á laugardaginn fóru þeir í samkvæmi í bænum ásamt 18 öðrum. Það hefði verið í góðu lagi við venjulegar aðstæður en þar sem ákveðnar sóttvarnarreglur eru í gildi á Grænlandi var það ekki í Lesa meira
Bandaríkin og Grænland sömdu um Thulestöðina eftir margra ára samningaviðræður
PressanBandaríkin, Danmörk og Grænland hafa náð samningum um þjónustusamning fyrir herstöðina í Thule á Grænlandi. Samningar náðust á miðvikudaginn að því er Sermitsiaq.ag segir. Samningurinn kveður meðal annars á um viðhald, nýframkvæmdir og rekstur mötuneytis í herstöðinni. Árum saman var þjónustusamningurinn í höndum Dana og Grænlendinga en 2014 fékk bandarískt fyrirtæki hann. Þetta telja Grænland og Danmörk vera í Lesa meira
Síðbúið grænlenskt kuldamet – Mesta frost sem mælst hefur á norðurhveli jarðar
PressanNýleg yfirferð á rannsóknargögnum sýnir að þann 22. desember 1991 mældist 69,6 gráðu frost á Grænlandi. Þetta þýðir að Grænlendingar geta nú stært sig af mesta frosti sem mælst hefur á norðurhveli jarðar. Alþjóða veðurfræðisstofnunin WMO hefur staðfest mælinguna. Mælingin var gerð í 3.105 metra hæð á miðjum Grænlandsjökli, nærri hæsta punkti hans. Enginn veitti þessari mælingu athygli Lesa meira
Stofna grænlenskan her
PressanEf allt gengur að óskum verður búið að koma grænlenskri herdeild á laggirnar á næsta ári. Í henni eiga að vera 120 sjálfboðaliðar. Herdeildin á að styðja við starfsemi heimskautadeildar danska hersins þegar þörf krefur. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Fram kemur að byrjað verði að taka við skráningum í upphafi næsta árs. Enn er unnið Lesa meira
Ekki verður hægt að stöðva bráðnun Grænlandsjökuls
PressanNiðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Ohio State University benda til að bráðnun Grænlandsjökuls hafi náð því stigi að ekki sé lengur hægt að stöðva hana og því verði ekki aftur snúið. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að frá Grænlandsjökli renni rúmlega 280 milljarðar rúmmetra af bráðnandi ís út í sjóinn árlega. Jökullinn á stærstan hlut í að sjávarborð fer Lesa meira
Þess vegna vildi Donald Trump kaupa Grænland
PressanÍ ágúst á síðasta ári sagðist Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vilja kaupa Grænland af Dönum. Þetta vakti að vonum heimsathygli og margir vissu ekki hvað þeir áttu að halda um þetta. Danska ríkisstjórnin hafnaði þessu og benti á að Danmörk gæti ekki selt Grænland því Danir eigi landið ekki, þau séu bara í ríkjasambandi. Trump móðgaðist Lesa meira
