Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi
FókusMeð samstilltu átaki Almars Guðmundssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, og leikskólabarna í bænum voru ljósin á jólatrénu á Garðatorgi tendruð nú rétt eftir hádegið. Spennan í loftinu var mikil í fallegu veðrinu á fyrsta degi jólamánaðarins þegar börn úr leikskólum bæjarins söfnuðust saman fyrir framan jólatréð, sem árlega er ljósum prýtt fyrir framan bæjarskrifstofurnar á Garðatorgi Lesa meira
Hundruð undirskrifta safnast gegn skipulagi Arnarlands í Garðabæ
Fréttir250 íbúar í Akrahverfi í Garðabæ hafa skrifað undir lista gegn skipulagi tengdu fyrirhuguðu heilsuhverfi í Arnarlandi. Hið nýja hverfi verður tengt inn í Akrahverfi og Borgarlínan mun keyra í gegnum bæði hverfin. „Við íbúar Akrahverfis í Garðabæ mótmælum harðlega fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi hverfisins þar sem umferð frá Arnarlandi er beint inn í hverfið Lesa meira
Reiði út af nýju heilsuhverfi í Garðabæ – „Garðabær stelur Kópavoginum frá Kópavogsbúum“
FréttirÍbúar í bæði Kópavogi og Garðabæ eru ósáttir við fyrirhugaða uppbyggingu hins svokallaða Arnarlands, eða Arnarnesháls í Garðabæ. Þar munu rísa níu hæða stórhýsi sem meðal annars taka sýnina yfir Kópavoginn af Kópavogsbúum í Smárahverfi. Einnig mun umferðarþungi aukast til muna í Smárahverfi og Akrahverfi í Garðabæ. „Sjórinn fyrir neðan heitir Kópavogur sem er sálin Lesa meira
Næturstrætó mun stoppa í Kópavogi og Garðabæ – „Þau njóta góðs af gjafmildi Hafnarfjarðar“
FréttirNæturstrætó mun eftir allt saman stoppa bæði Kópavogi og Garðabæ þrátt fyrir að bæjarstjórnir þessara sveitarfélaga vilji ekki borga krónu fyrir. Hafnarfjörður mun borga fyrir verkefnið. „Það væri asnalegt að stoppa ekki þarna,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir það ekki hafa nein áhrif á kostnað við verkefnið að stoppa á þessum tveimur stöðum. Þau njóta góðs Lesa meira
Næturstrætó stoppar heldur ekki í Garðabæ
FréttirFulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfnuðu í dag tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans að bjóða upp á þjónustu næturstrætó. Eins og greint hefur verið frá munu Hafnfirðingar hefja tilraunakeyrslu næturstrætó í haust, frá 1. október til áramóta. DV greindi frá því um helgina að Kópavogsbær myndi ekki taka þátt í verkefninu og mun næturstrætó því keyra í gegnum Kópavog án þess Lesa meira
Næturstrætó mun keyra í gegnum Kópavog án þess að stoppa
FréttirHafnfirðingar ákváðu í vikunni að hefja keyrslu næturstrætó. Kópavogsbúar ætla ekki að gera slíkt hið sama og mun strætó því keyra í gegnum bæinn án þess að stoppa. Óvíst er með Garðabæ. „Við höfum haft þá afstöðu að ekki sé ráðlegt að stofna til þeirra útgjalda sem fylgja næturstrætó á meðan Strætó bs. glímir við Lesa meira
IKEA á Íslandi er ekki bara í verslun og veitingastarfsemi – „Við erum ekki að monta okkur af sjálfsögðum hlutum“
FréttirFréttamaður DV átti nýlega leið um Kauptún í Garðabæ og rak þá augun í að starfsmenn í vinnufatnaði merktum Ikea voru að vinna við umhirðu hringtorgs á opnu svæði í götunni. Þar sem ekki var betur séð en að hringtorgið tilheyrði bæjarlandi Garðabæjar lék DV forvitni á að vita hvort að verslunarfyrirtækið Ikea, hér á Lesa meira
Almar missir af rúmlega 175.000 krónum á mánuði
EyjanBæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að bæjarstjórinn, Almar Guðmundsson, fengi 2,5 prósent launahækkun frá og með 1. júní 2023. Þetta er minni launahækkun en Almari bar samkvæmt ráðningarsamningi frá 7. júní 2022. Samkvæmt samningnum áttu laun Almars að taka breytingum í júní ár hvert í samræmi við breytingar á launavísitölu sem gefin Lesa meira
Hlutfall félagslegra íbúða er lægst í Garðabæ: „Velta ábyrgðinni og kostnaðinum yfir á aðra“
EyjanLaun Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, hafa verið til umræðu undanfarin ár, en þau eru þau hæstu meðal bæjarstjóra á Íslandi og eru til dæmis hærri en hjá kollegum hans í London og New York. Eru þau 2.4 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaði DV. Gunnar viðurkennir sjálfur að launin séu há, en segir þau í samræmi Lesa meira
Garðabær splæsir 420 milljónum í fundarsal: „Röng forgangsröðun“
EyjanFundarsalur bæjarstjórnar Garðabæjar við Garðatorg, er nefnist Sveinatunga, hefur kostað bæjarfélagið alls 384 milljónir króna og munu um 35 milljónir bætast við kostnaðinn á þessu ári, vegna kaupa á innanstokksmunum og frágangs. Salurinn var tekinn í notkun í síðustu viku. Stundin greinir frá. Húsnæðið sjálft sem er alls 407,4 fermetrar, kostaði 67,5 milljónir, en samkvæmt Lesa meira