fbpx
Laugardagur 18.október 2025

Evrópa

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“

Pressan
11.05.2021

Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri NATO, telur líklegt að Kínverjar ráðist á Taívan á næstu 5 til 10 árum og að það geti haft alvarlegar og miklar afleiðingar. Þetta kemur fram í viðtali danska blaðsins B.T. við Rasmussen. Hann lenti nýlega á svörtum lista kínverskra stjórnvalda vegna starfa sinna hjá Alliances of Democracies. Eins og Lesa meira

Ein milljón Evrópubúa hefur látist af völdum COVID-19

Ein milljón Evrópubúa hefur látist af völdum COVID-19

Pressan
13.04.2021

Þau dapurlegu tíðindi urðu í gær að heildarfjöldi skráðra dauðsfalla af völdum COVID-19 í Evrópu fór yfir eina milljón. Þetta er byggt á tölum frá yfirvöldum í öllum Evrópuríkjunum. Frá upphafi faraldursins hafa 1.000.288 Evrópubúar látist af völdum sjúkdómsins. Maria van Kerkhove, farsóttafræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, sagði í gær að faraldurinn sé nú á „krítísku“ stigi. „Faraldurinn er nú í veldisvexti. Lesa meira

Þriðja bylgja heimsfaraldursins herjar á Evrópu – WHO varar Evrópuríki við

Þriðja bylgja heimsfaraldursins herjar á Evrópu – WHO varar Evrópuríki við

Pressan
24.03.2021

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað víða í Evrópu að undanförnu og hafa stjórnvöld víða þurft að grípa til þess ráðs að herða sóttvarnaaðgerðir og annars staðar hefur tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verið frestað. Það er helst í Danmörku sem verið er að slaka á sóttvarnaaðgerðum en ástandið er ágætt þar hvað varðar faraldurinn og virðast yfirvöld hafa stjórn á honum í augnablikinu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur varað Evrópuríki við því Lesa meira

Þriðja bylgja heimsfaraldursins er skollin á í Evrópu

Þriðja bylgja heimsfaraldursins er skollin á í Evrópu

Pressan
16.03.2021

Segja má að þriðja bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar sé skollin á í Evrópu. Smitum hefur farið fjölgandi á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi og er talið að stökkbreytt afbrigði veirunnar valdi þessari aukningu. Smittíðnin í álfunni er nú sú hæsta síðan í byrjun febrúar og er nýjum og stökkbreyttum afbrigðum veirunnar kennt um. Í nokkrum löndum Lesa meira

Vísindamaður telur að kolkrabbalíkar verur þrífist á einu tungla Júpíters

Vísindamaður telur að kolkrabbalíkar verur þrífist á einu tungla Júpíters

Pressan
28.02.2021

Monica Grady, breskur prófessor, segist telja að líf þrífist undir ísbreiðunum á Evrópu, einu tungla Júpíters. Hún segir að þetta sé ekki líf í mannsmynd heldur meira í ætt við kolkrabba eins og við þekkjum þá hér á jörðinni. Phys.org skýrir frá þessu. Fram kemur að Grady, sem er prófessor við Liverpool Hope háskólann, telji miklar líkur á að líf sé Lesa meira

Öfgasinnaðir íslamistar hyggja á „fjölda árása“ þegar sóttvarnaaðgerðum verður aflétt segja SÞ

Öfgasinnaðir íslamistar hyggja á „fjölda árása“ þegar sóttvarnaaðgerðum verður aflétt segja SÞ

Pressan
13.02.2021

Íslamskir öfgasinnar hafa í hyggju að gera „fjölda skipulagðra árása“ þegar sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar verður aflétt. Sameinuðu þjóðirnar vara við þessum fyrirætlunum öfgasinnanna. Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að í nýrri skýrslu, sem var unnin á grunni leyniþjónustuupplýsinga frá aðildarríkjum SÞ síðustu sex mánuði, segi að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið muni reyna að Lesa meira

2020 var sögulegt ár í raforkumálum Evrópu

2020 var sögulegt ár í raforkumálum Evrópu

Pressan
30.01.2021

Síðasta ár var sögulegt í raforkumálum Evrópubúa því þeir fengu meira af rafmagni sínu frá endurnýjanlegum orkugjöfum en frá jarðefnaeldsneyti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þetta hefur gerst samkvæmt skýrslu frá Ember and Agora Energiwende. Í skýrslunni kemur fram að 38% af raforku álfunnar hafi verið framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum en 37% með jarðefnaeldsneyti. CNN skýrir Lesa meira

Öngþveiti yfirvofandi í Bretlandi eftir lokun landamæra – Matarskortur yfirvofandi

Öngþveiti yfirvofandi í Bretlandi eftir lokun landamæra – Matarskortur yfirvofandi

Pressan
21.12.2020

Frakkar hafa lokað Ermarsundsgöngunum fyrir umferð farþega og fyrir vöruflutningum. Auk þess hafa bæði Frakkar og Belgar stöðvað ferjusiglingar frá Bretlandi. Að auki hafa nokkur Evrópuríki bannað alla flugumferð frá Bretlandi. Ástæðan er nýtt og bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sem herjar á Bretland. Reiknað er með að þessar lokanir muni hafa gríðarleg áhrif Lesa meira

Loka fyrir flugumferð frá Bretlandi

Loka fyrir flugumferð frá Bretlandi

Pressan
21.12.2020

Í kjölfar frétta af stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, á Bretlandseyjum hafa mörg Evrópuríki gripið til þess ráðs að loka fyrir flugferðir frá Bretlandi. Ástæðan er að nýja afbrigðið er sagt allt að 70% meira smitandi en þau sem fyrir eru en ekkert hefur komið fram sem bendir til að það geri fólk meira veikt Lesa meira

417.000 Evrópubúar deyja árlega vegna loftmengunar

417.000 Evrópubúar deyja árlega vegna loftmengunar

Pressan
28.11.2020

Á ári hverju deyja 417.000 Evrópubúar ótímabærum dauða af völdum loftmengunar. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu frá Evrópsku umhverfisstofnuninni sem var birt á mánudaginn. Í henni kemur fram að 2018 hafi 417.000 Evrópubúar látist af völdum skaðlegra agna í andrúmsloftinu. Þessar agnir berast meðal annars frá ökutækjum, skipum, orkuframleiðslu, iðnaði og kamínum. Þær geta borist Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af