fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Enski boltinn

Salah: Ég vil vinna allt

Salah: Ég vil vinna allt

433
05.01.2018

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool er metnaðarfullur leikmaður. Salah er hungraður í árangur og vonast til þess að vinna marga titla með Liverpool. „Ég hugsa um það á hverjum degi hvað ég vil afreka á ferlinum,“ sagði Salah. „Ég vil vinna allt sem í boði er,“ sagði hann að lokum.

Carvalhal: Styttist í Abraham og Bony

Carvalhal: Styttist í Abraham og Bony

433
05.01.2018

Carlos Carvalhal segir að það styttist í endurkomu Wilfried Bony og Tammy Abraham. Báðir leikmennirnir eru að glíma við meiðsli en Swansea saknar þeirra mikið. „Það styttist í þá, bæði Bony og Abraham,“ sagði stjórinn. „Við söknum þeirra og þeir eru afar mikilvægir fyrir okkur,“ sagði hann að lokum.

Puel: Mahrez er ánægður hjá Leicester

Puel: Mahrez er ánægður hjá Leicester

433
05.01.2018

Claude Puel, stjóri Leicester segir að Riyad Mahrez sé ánægður hjá félaginu. Mahrez hefur verið orðaður við brottför frá Leicester í janúarglugganum. „Ég vil halda bestu leikmönnunum og Mahrez er einn af þeim,“ sagði Puel. „Það er ekkert vandamál, hann er ánægður hjá Leicester,“ sagði hann að lokum.

Mauricio Pochettino: Á venjulegum degi hefðum við unnið 5-1

Mauricio Pochettino: Á venjulegum degi hefðum við unnið 5-1

433
04.01.2018

Tottenham tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Tottenham sótti látlaust í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora og staðan því markalaus í leikhléi. Pedro Obiang kom West Ham svo yfir með ótrúlegu marki á 70. mínútu en Heung Min-Son jafnaði metin fyrir heimamenn, fjórtán Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af