fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Emilia Clarke

Emilia Clarke fékk sér fullkomið Game of Thrones flúr

Emilia Clarke fékk sér fullkomið Game of Thrones flúr

Fókus
24.09.2018

Emilia Clarke, sem leikur Targaryen í þáttaröðinni Game of Thrones, fékk sér nýtt húðflúr eftir að þættirnir unnu til níu Emmy verðlauna. Leikkonan sýndi flúrið stolt á Instagram, en það sýnir drekana Drogon, Rhaegal, og Viserion á flugi. https://www.instagram.com/p/Bn7gJg0l1Jn/?utm_source=ig_embed Síðasta þáttaröðin er áætluð í sýningu í maí á næsta ári.

Emilia Clarke valdi rómantíkina fram yfir Solo: Sleppti frumsýningu til að horfa á konunglega brúðkaupið

Emilia Clarke valdi rómantíkina fram yfir Solo: Sleppti frumsýningu til að horfa á konunglega brúðkaupið

22.05.2018

Breska leikkonan Emilia Clarke lét ekkert koma í veg fyrir að fylgjast með konunglega brúðkaupinu sem fór fram síðustu helgi, þar á meðal hátíðarfrumsýningu á nýjustu kvikmynd hennar, Solo. Þetta kemur fram í spjallþætti Jimmy Fallon og slógu þau á létta strengi þegar rætt var um brúðkaupið og ættingjana sem hún skildi eftir við frumsýninguna. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af