Emilia Clarke fékk sér fullkomið Game of Thrones flúr
Fókus24.09.2018
Emilia Clarke, sem leikur Targaryen í þáttaröðinni Game of Thrones, fékk sér nýtt húðflúr eftir að þættirnir unnu til níu Emmy verðlauna. Leikkonan sýndi flúrið stolt á Instagram, en það sýnir drekana Drogon, Rhaegal, og Viserion á flugi. https://www.instagram.com/p/Bn7gJg0l1Jn/?utm_source=ig_embed Síðasta þáttaröðin er áætluð í sýningu í maí á næsta ári.
Emilia Clarke valdi rómantíkina fram yfir Solo: Sleppti frumsýningu til að horfa á konunglega brúðkaupið
22.05.2018
Breska leikkonan Emilia Clarke lét ekkert koma í veg fyrir að fylgjast með konunglega brúðkaupinu sem fór fram síðustu helgi, þar á meðal hátíðarfrumsýningu á nýjustu kvikmynd hennar, Solo. Þetta kemur fram í spjallþætti Jimmy Fallon og slógu þau á létta strengi þegar rætt var um brúðkaupið og ættingjana sem hún skildi eftir við frumsýninguna. Lesa meira