fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025

Daði Már Kristófersson

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

„Við svona kannski höfum ákveðið að búa með krónunni og því umhverfi sem er á Íslandi.“ Þetta er tilvitnun í ummæli Róberts Wessmans forstjóra Alvotech í pallborði á ársfund SA á dögunum. Áður hafði formaður SA gagnrýnt stjórnvöld fyrir skilningsleysi á rekstri fyrirtækja og sagt stefnu núverandi ríkisstjórnar skaðlega fyrir íslenskt atvinnulíf. Í ljósi stóryrða Lesa meira

Daði Már Kristófersson: Ábatinn meiri fyrir Ísland ef við göngum lengra í Evrópusamvinnunni

Daði Már Kristófersson: Ábatinn meiri fyrir Ísland ef við göngum lengra í Evrópusamvinnunni

Eyjan
Fyrir 4 vikum

Sú heimsskipan sem Bandaríkin höfðu forgöngu um, þar sem samskipti þjóða á milli byggðust á lögum og reglum en ekki styrk, hefur gefist okkur Íslendingum vel. Við eigum allt okkar undir alþjóðaviðskiptum. Nú er þessari heimsskipan ógnað og þá eigum við að færa okkur nær þeim þjóðum sem deila með okkur gildum og sýn. Daði Lesa meira

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur

Eyjan
30.09.2025

Mikill munur er á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og ríkisstjórninni sem þjóðin hafnaði í nóvember. Nýja ríkisstjórnin er samhent, meira að segja svo að þingflokkar hennar halda sameiginlega þingflokksfundi. Ekki veitir af góðri samvinnu, verkefnin eru ærin, t.d. er innviðaskuldin eftir fyrri ríkisstjórn metin á 400 milljarða. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Lesa meira

Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera

Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera

Eyjan
29.09.2025

Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera. Rammasetning ríkisútgjalda, sem felst í því að hvert ráðuneyti fær tiltekna fjárhæð í sinn málaflokk og ræður því síðan sjálft hvernig þeim fjármunum er forgangsraðað, er tilraun til að byggja öflugri jákvæða hvata hjá hinu opinbera. Þetta er ekkert nýtt heldur byrjaði þetta í fjármálaráðherratíð Lesa meira

Daði Már Kristófersson: Stenst ekki að leiðrétting veiðigjalda setji allt í kaldakol

Daði Már Kristófersson: Stenst ekki að leiðrétting veiðigjalda setji allt í kaldakol

Eyjan
28.09.2025

Það er skrítið að halda því fram að leiðrétting veiðigjaldanna þannig að 1/3 hagnaðar af veiðum renni til ríkisins, eins og alltaf stóð til þegar veiðigjöldum var komið á, setji allt í kaldakol í íslenskum sjávarútvegi. Kvótakerfið og frjálst framsal felur í sér hagræðingu og samþjöppun sem gagnast þjóðarbúinu en getur verið sársaukafull fyrir fólkið Lesa meira

Daði Már Kristófersson: Ríkissjóð þarf að reka með afgangi – áföll munu ríða yfir

Daði Már Kristófersson: Ríkissjóð þarf að reka með afgangi – áföll munu ríða yfir

Eyjan
27.09.2025

Ef við ætlum að hafa svigrúm til þess að ríkissjóður stígi inn og deyfi áföll eins og í kjölfar bankahrunsins, í kjölfar Covid og í kjölfar eldanna á Reykjanesi verðum við að reka ríkissjóð með afgangi inn á milli. Áföll eiga eftir að ríða aftur yfir, við vitum bara ekki hver þau verða eða hvenær. Lesa meira

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum

Eyjan
26.09.2025

Það eru aðeins fimm prósent tekjuhæstu skattgreiðenda sem nýta sér samsköttun hjóna. Samsköttunin vinnur gegn því hlutverki kerfisins að jafna tekjur og eykur flækjustig skattkerfisins. Það er ekki óeðlilegt að þeir sem þéna meira greiði meira til samfélagsins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar. Hægt er að hlusta á brot Lesa meira

Daði Már Kristófersson: Sannfærður um hallalaus fjárlög fyrir 2027 – samhent ríkisstjórn klárar málin

Daði Már Kristófersson: Sannfærður um hallalaus fjárlög fyrir 2027 – samhent ríkisstjórn klárar málin

Eyjan
25.09.2025

Það er einkennilegt hvernig stjórnmálamenn gleyma því umsvifalaust þegar þeir eru komnir úr meirihluta hvað þeim þótti skynsamlegt þegar þeir voru í meirihluta. Það er verið að breyta gjaldtöku af bílum og eldsneyti til að bregðast við því að núverandi tekjustofnar eru að dragast hratt saman vegna tækniframfara. Þetta hafa ríkisstjórnir verið að gera og Lesa meira

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

EyjanFastir pennar
10.09.2025

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar í vikunni. Í viðtali við fjölmiðla eftir kynninguna var Daði Már spurður hvert væri lykilatriði fjárlagafrumvarpsins. Svarið var stutt og laggott: STÖÐUGLEIKI. Þessu ber að fagna. Eftir áratuga óstöðugleika í gengi krónunnar, stöðugar hagsveiflur og langvarandi hávaxtatímabil er kominn tími til að við Íslendingar fáum loksins að Lesa meira

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Eyjan
08.09.2025

Orðið á götunni er að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar komi skemmtilega á óvart. Áætlaður halli er 15 milljarðar, sem er 11 milljörðum minna en ráð var gert fyrir í fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor. Þetta er tugum milljarða undir hallarekstrinum í ár, en þrátt fyrir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi setið frá því Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af