fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Bretland

Minnsta bjórsala breskra kráa í heila öld

Minnsta bjórsala breskra kráa í heila öld

Pressan
14.02.2021

Bjórsala á breskum krám á síðasta ári var sú minnsta síðan á þriðja áratug síðustu aldar. Ástæðan er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar og þær hörðu sóttvarnaaðgerðir sem gripið var til í Bretlandi. Salan var 56% minni en árið á undan. British Beer & Pub Association segja að salan á síðasta ári hafi numið 6,1 milljarði punda sem sé 7,8 milljörðum minna en árið Lesa meira

Líkkisturnar hrúgast upp í Bretlandi – „Það eru svo margir. Þetta er miskunnarlaust.“

Líkkisturnar hrúgast upp í Bretlandi – „Það eru svo margir. Þetta er miskunnarlaust.“

Pressan
03.02.2021

Á síðasta ári fóru 90.000 fleiri útfarir fram í Bretlandi en hefðu átt að fara fram ef ástandið væri eðlilegt. En kórónuveirufaraldurinn setti mark sitt á árið og varð fjölda fólks að bana. Ástandið er ekki betra þessa dagana en í janúar létust rúmlega 30.000 manns af völdum COVID-19. Allt að fimm vikna bið er nú Lesa meira

3.000 skammtar af bóluefni gegn kórónuveirunni fluttir til Falklandseyja

3.000 skammtar af bóluefni gegn kórónuveirunni fluttir til Falklandseyja

Pressan
02.02.2021

Í gær flutti flugvél frá breska flughernum 3.000 skammta af bóluefninu frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Falklandseyja. Þar hafa 41 smit greinst frá upphafi faraldursins en enginn hefur látist af völdum veirunnar. Falklandseyjar eru í Atlantshafi, undan ströndum Argentínu, og eru breskt yfirráðasvæði. Eyjarnar eru með sjálfsstjórn en Bretar sjá um utanríkismál og varnarmál. Sky News hefur eftir talsmanni varnarmálaráðuneytisins að Lesa meira

Bretar vilja aðild að fríverslunarsamningi Kyrrahafsríkja

Bretar vilja aðild að fríverslunarsamningi Kyrrahafsríkja

Eyjan
01.02.2021

Bretar ætla að sækja um aðild að fríverslunarsamningi 11 ríkja við Kyrrahaf. Þeirra á meðal eru Ástralía, Mexíkó og Japan. Þetta er liður í þeirri áætlun Breta að koma á nýjum viðskipta- og fríverslunarsamningum um allan heim eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. Liz Truss, ráðherra alþjóðaviðskipta, skýrði frá þessu. Reiknað er með að viðræður um aðild Breta að Lesa meira

Er breska konungdæmið að liðast í sundur?

Er breska konungdæmið að liðast í sundur?

Pressan
31.01.2021

Nýlega var haldinn neyðarfundur hjá bresku ríkisstjórninni og að þessu sinni var það ekki heimsfaraldur kórónuveirunnar sem var umræðuefnið heldur framtíð breska konungdæmisins. Er það að liðast í sundur? var spurningin sem velt var upp. The Sunday Times skýrði nýlega frá þessu. Fram kemur að í byrjun maí verði kosið til þings í Skotlandi, nema kórónuveirufaraldurinn komi í Lesa meira

Bretar munu hugsanlega heimila erfðabreytingar á jarðargróðri og búfénaði

Bretar munu hugsanlega heimila erfðabreytingar á jarðargróðri og búfénaði

Pressan
16.01.2021

Í fyrsta sinn í sögunni verður hugsanlega heimilt að gera erfðabreytingar á jarðargróðri og búfénaði í Bretlandi. Ráðgjafanefnd vinnur nú að málinu á vegum ríkisstjórnarinnar og kannar hvort og hvernig er hægt að breyta ríkjandi lögum og reglum á þessu sviði en þær má rekja til strangra reglna Evrópusambandsins. Samkvæmt þeim er nánast útilokað að Lesa meira

Kórónuveirufaraldurinn í mikilli sókn í Bretlandi – Smitum fjölgar og líkin hrúgast upp

Kórónuveirufaraldurinn í mikilli sókn í Bretlandi – Smitum fjölgar og líkin hrúgast upp

Pressan
12.01.2021

Aldrei hefur kórónuveirufaraldurinn verið jafn slæmur á Bretlandseyjum og hann er núna. Hætta er á að sjúkrahús yfirfyllist og lík hrúgast upp í líkhúsum sem eru að yfirfyllast. Hvergi í Evrópu hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Bretlandi. Nýlega varð landið það fimmta í heiminum til að fara yfir þrjár milljónir staðfestra smita. Lesa meira

Truflanir á matvælasendingum til Norður-Írlands vegna Brexit

Truflanir á matvælasendingum til Norður-Írlands vegna Brexit

Pressan
09.01.2021

Truflanir hafa orðið á matvælaflutningi til Norður-Írlands í kjölfar útgöngu Bretlands úr ESB. Ástæðan er að birgjar vita margir hverjir ekki hvaða skjöl (tollpappíra) þarf að fylla út og láta fylgja með sendingum til Norður-Írlands. Þetta hefur valdið því að þegar flutningabílar koma á hafnarsvæði tefjast þeir mikið vegna þess að rétt skjöl eru ekki Lesa meira

Bretar stefna að ótrúlegum árangri hvað varðar bólusetningar

Bretar stefna að ótrúlegum árangri hvað varðar bólusetningar

Pressan
07.01.2021

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sett þjóðinni það markmið að fyrir miðjan febrúar verði búið að bólusetja um 14 milljónir landsmanna gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þetta er fólk úr viðkvæmustu hópum samfélagsins. Johnson og ríkisstjórn hans segja að til þess að þetta gangi upp verði að vinna þrekvirki. Bólusetning er talin mikilvægasta og besta leiðin út úr heimsfaraldrinum Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af