Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
EyjanFastir pennarÍ umræðum á Alþingi í síðustu viku, eftir stefnuræðu forsætisráðherra, lýsti Miðflokkurinn þeirri framtíðarsýn að laga Ísland að amerískum hægri popúlisma. Sjálfstæðisflokkurinn lýsti skilmerkilega þeirri ætlan að vera fyrst og fremst eins máls flokkur gegn fullveldi fólksins til þess að ákveða hvort ljúka eigi samningaviðræðum við Evrópusambandið. Svo virtist sem Framsókn vildi læra af mistökum Lesa meira
Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
EyjanOrðið á götunni er að umræður um stefnuræðu forsætisráðherra eigi að vera einmitt það: Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Í gærkvöldi flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína í Alþingi en allur gangur var á því hvort fulltrúar stjórnarandstöðunnar, sem töluðu fyrir hönd sinna flokka, töluðu yfirleitt um þá stefnu sem forsætisráðherra kynnti. Fyrst í ræðustól á eftir Kristrúnu Lesa meira
Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
EyjanFyrirsjáanlegt var að stjórnarandstaðan myndi finna fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur allt til foráttu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sýndu í vor og sumar hressilega á spil sín með Íslandsmeti í málþófi og fleiri miður gáfulegum uppákomum en óneitanlega kemur nokkuð á óvart að formaður og reynslumesti þingmaður Sjálfstæðisflokksins skuli leyfa sér að halda því fram að í Lesa meira
Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanOrðið á götunni er að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar komi skemmtilega á óvart. Áætlaður halli er 15 milljarðar, sem er 11 milljörðum minna en ráð var gert fyrir í fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor. Þetta er tugum milljarða undir hallarekstrinum í ár, en þrátt fyrir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi setið frá því Lesa meira
Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanÞegar kröfuhafar gamla Glitnis afhentu íslenska ríkinu Íslandsbanka árið 2016 sem stöðugleikaframlag var tekin sú ákvörðun að afnema kaupaukakerfi stjórnenda bankans en slíkt kerfi hafði verið í bankanum og forvera hans frá því fyrir hrun. Orðið á götunni er að átök hafi orðið milli stjórnenda bankans og fulltrúa eigandans, íslenska ríkisins, um þetta mál. Stjórnendur Lesa meira
Orðið á götunni: Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa þurft að víkja – steinkast flokksmálgagna úr glerhúsinu er vandræðalegt
EyjanAndstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa velt sér upp úr máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur nú um helgina. Hún víkur úr ríkisstjórninni að eigin ósk þó að margir telji að ekki hafi verið nauðsyn á því. Með ákvörðun sinni tryggir hún að ríkisstjórnin þurfi ekki að standa í innantómu orðaskaki við stjórnarandstöðuna og málgögn hennar sem leita stöðugt að Lesa meira
Segir erfiða tíma fram undan hjá nýjum formanni – flokkseigendur misstu völdin og vilja þau á ný
EyjanÁ landsfundinum um síðustu helgi misstu flokkseigendur, sægreifar, Moggaklíkan og ríka fólkið í kringum Bjarna Benediktsson völdin í Sjálfstæðisflokknum þegar Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigurorð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í kosningu til formanns. Áslaug Arna var frambjóðandi ofangreindra afla en Guðrún Hafsteinsdóttir tilheyrir engri klíku eða fylkingu heldur var hún kjörin út á eigin verðleika. Stjórnmálaferill Lesa meira
Guðrún Hafsteinsdóttir: Bjarni Ben hefur aldrei notið sannmælis – tók við flokknum í erfiðri stöðu og náði aldrei viðspyrnu
EyjanBjarni Benediktsson gerði margt gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina en auðvitað urðu honum líka á mistök. Líklega voru það mistök að endurnýja stjórnarsamstarfið við Vinstri græna í þingkosningunum 2021 en það er auðvelt að segja það nú, þegar fyrir liggur að allir þrír ríkisstjórnarflokkarnir voru rassskelltir í kosningunum og einn þeirra þurrkaðist út af þingi. Lesa meira
Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
EyjanBjörn Bjarnason er blindaður af fjölskyldutengslum sínum við Bjarna Benediktsson og telur hann, þvert á staðreyndir og söguna, vera einn af stóru leiðtogum Sjálfstæðisflokksins; líkir honum við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri. Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut segir Ólafur Arnarson Björn Bjarnason vera á miklum villigötum þegar hann segir frænda sinn, Bjarna Benediktsson, hafa Lesa meira
Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
EyjanBjarni Benediktsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til ósigurs í alþingiskosningunum í lok nóvember. Flokkurinn hlaut minnsta fylgi í nær aldarlangri sögu flokksins. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósent en í nóvember komu 19,4 prósent upp úr kjörkössunum. Þannig tapaði flokkurinn fimmtungi fylgis síns á einu kjörtímabili. Orðið á götunni er að ekki sé hægt að túlka Lesa meira