Birgir Nielsen gefur út nýtt lag – Útiklefinn væntanleg
Fókus17.09.2018
Trommuleikarinn Birgir Nielsen gaf nýlega út lagið Ég veit þú kemur eftir Oddgeir Kristjánsson í nýjum búningi, létt fönkað og jazzað. Lagið er af plötunni Útiklefinn sem er væntanleg í lok september, og er hún undir acid djass og fönk áhrifum líkt og fyrri plata Birgis, Svartur 2, sem kom út 2016.