Gríðarlegur kuldi í Bandaríkjunum – Spá allt að 37 stiga frosti
PressanMiklar vetrarhörkur eru nú víða í Bandaríkjunum og þá sérstaklega í Miðvesturríkjunum. Spáð er allt að 54 stiga frosti þar sem kaldast verður en þá er búið að reikna vindkælingu inn í. En hitamælar, eða kannski öllu heldur kuldamælar, gætu sýnt allt að 37 stiga frost. Meðal þeirra ríkja sem fá að kenna á kuldanum Lesa meira
30 árum eftir morðið kom sannleikurinn loksins í ljós
PressanÞann 3. janúar 1989 kom Huwe Burton, sem var þá 16 ára, heim til sín í Bronx í New York. Í íbúðinni fann hann móður sína látna. Hún lá á grúfu í rúminu og hafði verið stungin tvisvar sinnum í hálsinn. Náttkjóllinn hafði verið dreginn upp að mitti hennar og um hægri úlnlið hennar var Lesa meira
Fjórir lögreglumenn skotnir í Texas
PressanFjórir lögreglumenn voru skotnir í Texas í nótt að íslenskum tíma. Lögreglan í Houston, stærstu borg ríkisins, skýrði frá þessu á Twitter. Fram kemur að til skotbardaga hafi komið er fíkniefnalögreglumenn voru að bregðast við tilkynningu um meinta heróínsölu. Skotið var á þá þegar þeir reyndu að komast inn í húsið en dómari hafði gefið Lesa meira
Hillary Clinton útilokar ekki framboð gegn Trump 2020
PressanCNN segist hafa heimildir fyrir að Hillary Clinton hafi sagt vinum sínum að hún útiloki ekki að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik og takast á við Donald Trump 2020. Clinton tapaði í forkosningum demókrata 2008 fyrir Barack Obama sem síðar varð forseti. Hún tapaði síðan fyrir Trump í forsetakosningunum 2016. Margir demókratar Lesa meira
Hræðileg jól Jayme Closs – Látin vera undir rúmi á meðan mannræninginn var með fjölskylduboð
PressanUm jólin bauð Jake Thomas Patterson, 21 árs, fjölskyldu sinni í jólaboð heim til sín. Fjölskyldan mætti alveg grunlaus um að Patterson hafði um miðjan október myrt James og Denise Closs og numið 13 ára dóttur þeirra, Jayme, á brott. Á meðan fjölskyldan var heima hjá honum lét hann Jayme hírast undir rúmi. Hann hafði Lesa meira
Bandaríkin vara stjórnvöld í Venesúela við – „Umtalsverðar afleiðingar“
PressanHótanir eða ofbeldi munu hafa „umtalsverðar afleiðingar“ í för með sér segir John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump í skilaboðum til stjórnvalda í Venesúela. Á Twitter skrifaði hann í gærkvöldi að hótanir eða ofbeldi gegn Juan Guaidó, sem hefur lýst sig forseta landsins, eða gegn bandarískum stjórnarerindrekum muni verða svarað af fullum þunga. „Ofbeldi eða hótanir Lesa meira
Óvænt tíðindi í máli Jayme Closs sem var haldið fanginni í 88 daga
PressanÞann 15. október síðastliðinn var Jayme Closs, 13 ára, rænt af heimili sínu í Barron í Wisconsin í Bandaríkjunum. Mannræninginn, Jake Patterson, réðst inn á heimili fjölskyldunnar um miðja nótt og skaut foreldra Jayme til bana og hafði hana á brott með sér. Hér er hægt að lesa umfjöllun DV um ákvörðun Patterson um að Lesa meira
Komu ógætileg ummæli í mötuneytinu í veg fyrir hryðjuverk í New York?
PressanÓheppileg ummæli urðu til þess að athygli lögreglunnar beindist að ungum pilti og í framhaldinu til handtöku fjögurra pilta sem eru grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í New York ríki. Ummælin lét pilturinn falla í mötuneyti menntaskóla. Á föstudaginn sýndi hann bekkjarfélaga sínum ljósmynd og sagði að manneskjan á myndinni líktist einhverjum Lesa meira
Skemmdarvargur ók á snjókarl systkinanna – En karma veitti honum þungt högg
PressanNýlega skelltu Cody Lutz, unnusta hans og mágkona hans sér út að leika sér í snjónum við heimili þeirra í Petersburg í Virginíu í Bandaríkjunum. Þau ákváðu að byggja snjókarl og það ekki neinn venjulegan snjókarl heldur risastóran. Hann var svo stór að þau neyddust til að mynda neðsta hluta hans utan um stóra trjástubb Lesa meira
Lögreglumaðurinn gekk upp að heimilislausa manninum – Konurnar vissu ekki hverju þær áttu að búast við
PressanHádegisverðarhlé getur greinilega tekið óvænta stefnu miðað við þessa frásögn. Tvær konur voru í hádegisverðarhléi þegar óvænt atburðarás hófst beint fyrir augum þeirra. Elisabeth McClain var í hádegisverðarhléi með vinkonu sinni í Madison-sýslu Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins. Þær sáu heimilislausan mann sitja upp við umferðarmerki og var hann með bakpokann sinn Lesa meira
