Þú verður að vinna í lottói til að fá að fara í gönguferð í þjóðgarðinum
PressanÞað er ekki öllum sem finnst gaman að fara í gönguferðir en þær eru samt sem áður eitthvað sem flestir geta stundað. En ef þig langar í göngurferð í Zionþjóðgarðinum í Utah í Bandaríkjunum þá verður þú að vinna í lottói til að mega það. Þjóðgarðsyfirvöld hafa tilkynnt að frá 1. apríl á næsta ári þurfi sérstakt leyfi til að mega Lesa meira
Hún yfirgaf partí í apríl og hvarf – Óhugnanleg uppgötvun
PressanÞann 25. apríl síðastliðinn var Taylor Pomaskis, 29 ára, í partíi í Spring í Texas. Enginn hefur séð hana eftir að hún fór úr partíinu. En nú gæti lögreglunni verið að miða áfram við rannsókn málsins eftir óhugnanlega uppgötvun. Allt frá því að Pomaskis hvarf hefur lögreglan unnið að rannsókn á hvarfi hennar en hún er unnusta Kevin Ware, Lesa meira
Þau voru trúuð og bjuggu í hjólhýsi – Nú koma hryllingssögurnar
PressanSamkvæmt því sem veðurfræðingar segja þá var krafturinn í skýstrókunum sem gengu yfir Kentucky og nokkur önnur ríki á laugardaginn mjög mikill, einn sá mesti sem vitað er um. Einnig vörðu skýstrókarnir lengur en venja er og eyðileggingin er gífurleg og manntjónið er mikið. Samkvæmt frétt Washington Post þá ætla veðurfræðingar nú að rannsaka sérstaklega hvað varð til þess að Lesa meira
Morðinginn afhenti bréf og teikningu skömmu fyrir aftökuna – Leysa þessi gögn málið?
PressanFyrir níu árum var David Neal Cox dæmdur til dauða í Mississippi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og að hafa nauðgað 12 ára dóttur hennar fyrir framan hana. Hann var tekinn af lífi þann 17. nóvember síðastliðinn. Skömmu fyrir aftökuna afhenti hann lögmönnum sínum bréf og teikningu sem áttu að hans sögn að vera Lesa meira
Höfundar vinsællar samsæriskenningar játa – „Já, við höfum meðvitað dreift röngum upplýsingum síðustu fjögur ár“
PressanÁ síðustu árum hefur nýrri samsæriskenningu vaxið fiskur um hrygg í Bandaríkjunum og laðað að sér sífellt fleiri fylgjendur. Hreyfingin hefur staðið fyrir fjölmennum mótmælum, mörg hundruð þúsund manns fylgja henni á samfélagsmiðlum og hún hefur staðið á bak við stórar auglýsingaherferðir. Óhætt er að segja að þessi samsæriskenning sé ein sú klikkaðasta sem hefur Lesa meira
Nýja-Sjálandi stafar ógn af vaxandi kínverskri þjóðernishyggju
EyjanÍ nýrri skýrslu nýsjálenska varnarmálaráðuneytisins um stöðu landsins segir að það standi frammi fyrir vanda vegna deilna og keppni á milli Kína og Bandaríkjanna á Kyrrahafssvæðinu. Nýja-Sjáland er sagt standa frammi fyrir miklum áskorunum og flókinni stöðu vegna þessa, aðallega vegna þess hversu öflugt Kína er orðið og „vaxandi þjóðernishyggju“ þar í landi. The Guardian skýrir frá Lesa meira
Hvarf fyrir 46 árum – Fannst á þriðjudaginn
PressanAð kvöldi 27. janúar 1976 ók Kyle Clinkscales, 22 ára, heiman frá sér í LaGrange í Georgíu en för hans var heitið í háskóla í Alabama sem hann stundaði nám í. LaGrange er um 25 kílómetra frá ríkjamörkunum við Alabama. En Kyle skilaði sér aldrei á áfangastað og ekkert spurðist til hans þar til á þriðjudaginn, þá fannst hann. James Woodruff, lögreglustjóri í Troup County í Georgíu, sagði á fréttamannafundi Lesa meira
Var dæmdur til dauða fyrir hrottalegan glæp – Skýrði frá hryllilegu leyndarmáli rétt fyrir aftökuna
PressanÞann 14. maí 2010 kom David Neal Cox, frá Mississippi í Bandaríkjunum, að húsinu þar sem fyrrum eiginkona hans, Kim Kirk Cox, bjó með börnin sín. Hann hafði skammbyssu meðferðis. Aðeins nokkrum vikum áður hafði hann verið látinn laus úr fangelsi gegn greiðslu tryggingar. Hann hafði þá setið í fangelsi í níu mánuði eftir að Kim Kirk Cox hafði kært hann fyrir að hafa Lesa meira
Hefja rannsókn á flugi fljúgandi furðuhluta á bannsvæðum í Bandaríkjunum
PressanEmbættismenn hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu hafa tilkynnt að sérstakur rannsóknarhópur verði settur á laggirnar til að rannsaka tilkynningar um flug óþekktra hluta á bannsvæðum. Hópurinn mun rannsaka mál sem sérstök þörf þykir á að rannsaka og leggja mat á hugsanlegar ógnir sem stafa af flugi þessara hluta. Í júní var birt skýrsla, sem var unnin af Lesa meira
Bandaríkjaþing kom í veg fyrir stöðvun alríkisstarfsemi á síðustu stundu
EyjanBáðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu í gær lagafrumvarp sem tryggir að starfsemi alríkisins stöðvast ekki vegna fjárskorts en það hefði gerst á morgun ef þingið hefði ekki samþykkt frumvarpið. Með því er skuldaþak ríkisins hækkað, það er að segja það þak sem er á heildarupphæðinni sem alríkið má skulda. Frumvarpið tryggir starfsemi alríkisins næstu 11 vikurnar. Lesa meira
