Barcelona horfir til þess að ráða Luis Enrique sem stjóra liðsins á ný eftir næsta tímabil. Spænski miðillinn Sport segir frá.
Á dögunum var það tilkynnt að Xavi, núverandi stjóra Barcelona, hafi snúist hugur og ætlaði að vera áfram hjá Barcelona á næstu leiktíð.
Samningur hans rennur þó út eftir næstu leiktíð og er alls ekki víst að hann verði áfram umfram það.
Börsungar horfa því til framtíðar en samningur Enrique við Paris Saint-Germain rennur út á sama tíma.
Enrique stýrði Barcelona frá 2014-2017 og vann allt sem hægt var að vinna. Hann var einnig leikmaður liðsins um árabil.