Neymar sleit krossband í leik með brasilíska landsliðinu í undankeppni HM í októbermánuði og má búast við því að hann verði frá keppni fram á næsta sumar. Neymar færði sig um set til Al-Hilal í Sádi-Arabíu í sumar og skrifaði undir feitan samning.
Neymar birti mynd á Instagram-síðu sinni um helgina, en á þeirri mynd má sjá að hann er búinn að raka af sér nær allt hárið og kominn með mottu fyrir ofan munninn.
Ekki voru allir aðdáendur Brasilíumannsins ánægðir með nýja útlitið.
„Neymar, gerðu það eyddu þessu úr story og eyddu mottunni í leiðinni,“ sagði einn.