fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Fagmennskan skein í gegn hjá Real Madrid í kvöld

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 21:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur fór fram í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og í honum bar Real Madrid sigurorðið gegn Elche. Lokatölur á Santiago Bernabeu 4-0 sigur Real Madrid.

Sigur Real Madrid í kvöld var aldrei í hættu. Strax á 8. mínútu komust heimamenn yfir með marki frá Marco Asensio eftir stoðsendingu frá Dani Carvajal.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 31. mínútu þegar að Frakkinn Karim Benzema tvöfaldaði forystu Real Madrid með marki af vítapunktinum.

Rúmum stundarfjórðungi síðar bætti Benzema síðan við þriðja marki Madrídinga og það aftur af vítapunktinum. Sannkölluð vítaspyrnu veisla á Spáni í kvöld.

Það var í síðari hálfleik leiksins sem Króatinn Luka Modric rak smiðshöggið á frábæran sigur Real Madrid með marki á 80. mínútu eftir stoðsendingu frá Camavinga.

Sigurinn nælir í fleiri stig í pokann fyrir Real Madrid þó svo að liðið hreyfist ekkert í töflunni. Sem stendur er Real Madrid í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, átta stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona sem sitja í toppsætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína