fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Bróðir Lingard gjörsamlega trylltur og lét í sér heyra eftir gærkvöldið – „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louie Scott bróðir Jesse Lingard lét svo sannarlega í sér heyra á Instagram í gær eftir að bróðir hans var ónotaður varamaður í sigri liðsins á Brentford í gær.

Samningur Lingard er á enda í sumar og var þetta síðasti leikurinn þar sem hann er í hóp á Old Trafford. Lingard fékk ekki að taka þátt í leiknum og er Scott brjálaður vegna þess.

Á sama tíma fengu Juan Mata, Edinson Cavani og Nemanja Matic að kveðja stuðningsmenn félagsins en báðir fara frá félaginu í sumar.

„Tuttugu ár af blóði, svita og tárum. Fjórir titlar, þrír bikarúrslitaleikir. Fær ekki einu sinni að kveðja, ekki skrýtið að félagið sé á leið í Sambandsdeildina,“ skrifar Scott ansi reiður.

Jesse Lingard / Getty Images

Hann hjólar svo fast í Glazer fjölskylduna sem á félagið. „Það er ráðist á leikmenn fyrir fögn þeirra þegar félagið ætlaði sér í Ofurdeildina. Félagið er rekið af fólki sem þekkir ekki einu sinni rangstöðuna. Vantar allan klassa og stuðningsmenn verða að fatta það.“

„Lingard hefur verið hérna frá níu ára aldri og fékk ekki að kveðja. Vel gert bróðir, við erum stolt af þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona