Real Madrid er búið að ganga frá samningum við fulltrúa ungstirnisins Endrick og Palmeiras um að kaupa leikmanninn. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá.
Spænska stórveldið mun borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn, auk skatta.
Endrick mun hins vegar ekki ganga í raðir Real Madrid fyrr en sumarið 2024, þegar leikmaðurinn verður átján ára.
Endrick er aðeins sextán ára gamall. Hann skoraði þó þrjú mörk og lagði upp eitt í brasilísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði aðeins um 300 mínútum í sjö leikjum.
Brasilíski táningurinn getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.
Endrick hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu en nú hefur Real Madrid unnið kapphlaupið.
Kappinn á að baki fjóra leiki fyrir U-17 ára lið Brasilíu, þar sem hann hefur skorað fimm mörk.