fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Segir leikmönnum um að kenna vegna slæms gengis og sakar Aubameyang um leti

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 20:35

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða var um stöðu Arsenal í útsendingu SkySports fyrir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, var einn af sérfræðingum í setti.

Gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er ekki gott. Liðið situr í 10. sæti þegar 30 umferðir hafa verið leiknar en Carragher var með skýr skilaboð til forráðamanna Arsenal.

„Það er verið er að deila um hvort þetta sé leikmönnum eða Arteta að kenna, þetta er leikmönnunum að kenna. Haldið ykkur við Arteta og fáið inn þessa ungu leikmenn þegar að þeir eru orðnir heilir,“ sagði Carragher.

Pierre Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins, hefur verið að spila langt undir getustigi og Carragher hefur áhyggjur af því að sagan sé að endurtaka sig hjá félaginu.

„Hann er þannig leikmaður að ef hann er ekki að skora þá hefur hann ekkert fram að færa í liðinu.“

„Ég tel að þetta gæti orðið mikið vandamál og aðilar innan Arsenal og Arteta munu hafa áhyggjur af því að þeir séu komnir með svipað tilfelli og þegar að Mesut Özil var hjá félaginu,“ sagði Carragher.

Carragher vísar þar í atburðarrásina þegar Özil fékk nýjan stóran samning hjá Arsenal og var hvergi sjáanlegur eftir það en Aubameyang fékk nýjan samning hjá Arsenal fyrir núverandi tímabil.

„Aubameyang er stórstjarna í knattspyrnuheiminum en frammistöður hans á tímabilinu hafa gefið til kynna að hann hafi verið latur,“ sagði Jamie Carragher, sérfræðingur á SkySports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað