fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
433Sport

Toppliðin unnu sína leiki í Lengjudeildinni – ÍBV vann loksins leik

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðin sem berjast um sæti í Pepsi-Max deildinni á næsta ári unnu öll sína leiki í dag. Fram vann góðan 0-2 sigur á Þór Akureyri. Leiknir R. vann öruggan 3-0 sigur á Aftureldingu.

ÍBV vann sinn fyrsta leik síðan 19. ágúst í Lengjudeildinni er þeir unnu Þrótt R. 0-3. Víkingur Ólafsvík náði síðan að slíta sig enn frekar frá botnbaráttunni með 2-4 sigri á Leikni F.

Þór Akureyri tók á móti Fram á Þórsvelli. Alexander Már Þorláksson kom gestunum yfir á 6. mínútu. Fred Saraiva skoraði síðan annað mark Fram á 74. mínútu og innsiglaði 0-2 sigur Fram.

Leiknir R. fékk Aftureldingu í heimsókn í Breiðholtið. Máni Austmann kom Leikni yfir á 37. mínútu. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði síðan annað mark Leiknismanna á 50. mínútu. Ágúst Leó Björnsson innsiglaði síðan 3-0 sigur Leiknismanna á 88. mínútu

Í Laugardalnum mættust Þróttur R. og ÍBV. Jón Jökull Hjaltason kom Eyjamönnum yfir á 57. mínútu. Jack Lambert skoraði síðan annað mark ÍBV á 78. mínútu. Jack Lambert var síðan aftur á ferðinni er hann skoraði þriðja mark ÍBV á 89. mínútu. 0-3 sigur ÍBV staðreynd.

Leiknir F. og Víkingur Ó mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Kristófer Reyes kom Víkingi yfir á 47. mínútu. Gonzalo Zamorano tvöfaldaði síðan forystu gestanna á 54. mínútu. Röðin var síðan komin að Harley Willard, hann skoraði þriðja mark Víkinga á 65. mínútu. Tveimur mínútum síðar fékk Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings, að líta rauða spjaldið.

Arkadiusz Jan Grzelak minnkaði muninn fyrir Leikni á 85. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni á 92. mínútu er hann skoraði annað mark Leiknis. Það var hins vegar Gonzalo Zamorano sem tryggði sigur Víkings á 93. mínútu. Lokastaðan 2-4 sigur Víkinga.

Þór Ak. 0-2 Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson (‘6)
0-2 Fred Saraiva (’74)

Leiknir R. 3-0 Afturelding
1-0 Máni Austmann Hilmarsson (’37)
2-0 Vuk Oskar Dimitrijevic (’50)
3-0 Ágúst Leó Björnsson (’88)

Þróttur R. 0-3 ÍBV
0-1 Jón Jökull Hjaltason (’57)
0-2 Jack Lambert (’78)
0-3 Jack Lambert (’89)

Leiknir F. 2-4 Víkingur Ó.
0-1 Kristófer Reyes (’47)
0-2 Gonzalo Zamorano (’54)
0-3 Harley Willard (’65)
1-3 Arkadiusz Jan Grzelak (’85)
2-3 Arkadiusz Jan Grzelak (’92)
2-4 Gonzalo Zamorano (’93)
Rautt spjald: Emmanuel Eli Keke, Víkingur Ó (’67)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ferdinand skilur ekki þessa áráttu hjá Amorim – Hefði hatað þetta sem leikmaður

Ferdinand skilur ekki þessa áráttu hjá Amorim – Hefði hatað þetta sem leikmaður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mætti á rauða dregilinn með kærustuna sem er 38 árum yngri

Mætti á rauða dregilinn með kærustuna sem er 38 árum yngri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hreinsar allt af samfélagsmiðlum eftir að hafa fengið skammir í hattinn um helgina

Hreinsar allt af samfélagsmiðlum eftir að hafa fengið skammir í hattinn um helgina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Með alvarlegan heilaskaða eftir atvik um helgina – Er haldið sofandi og algjör óvissa um hvað gerist

Með alvarlegan heilaskaða eftir atvik um helgina – Er haldið sofandi og algjör óvissa um hvað gerist
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Moyes vill fá fyrrum bakvörð United sem er án félags

Moyes vill fá fyrrum bakvörð United sem er án félags
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea gæti samið við markvörð strax í janúar

Chelsea gæti samið við markvörð strax í janúar