fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Stórkostlegur Gunnar Nelson gekk frá Alan Jouban

Náði góðu höggi í 2. lotu og kláraði bardagann með stæl

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 18. mars 2017 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Nelson sigraði Bandaríkjamanninn Alan Jouban örugglega í bardaga sínum í UFC í O2-höllinni í London í kvöld. Gunnar náði frábærri fléttu í annarri lotu og náði þá góðu höggi sem vankaði Jouban. Eftirleikurinn var auðveldur og gekk Gunnar frá andstæðingi sínum í gólfinu örfáum sekúndum síðar.

Gunnar var með yfirhöndina í fyrstu lotu og náði að taka Jouban niður í gólfið um miðbik lotunnar. Það var í raun aldrei spurning hvernig bardaginn myndi fara enda virtist Gunnar vera með það á hreinu hvernig verjast ætti Jouban.

Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í nokkurn tíma, en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Ljóst er þó að þessi frábæri íþróttamaður er í góðu formi og til alls vís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu