fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

Brasilískur knattspyrnumaður handtekinn í miðjum leik

Grunaður um aðild að mannráni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt atvik átti sér stað í brasilísku 2. deildinni í knattspyrnu í gær þegar framherjinn Marlon Nathanael Alexandre Lima var handtekinn í miðjum leik grunaður um mannrán.

Hinn 21 árs gamli Marlon sat á varamannabekk Grêmio Esportivo Sapucaiense á heimavelli liðsins, Rio Grande do Sul þegar lögreglumenn mættu á vettvang, handtóku hann færðu í gæsluvarðhald. Marlon er grunaður um að tilheyra glæpagengi sem nam manneskju á brott í verslunarmiðstöð og notaði síðan greiðslukort viðkomandi ótæpilega meðan henni var haldið fanginni.

Korter var búið af leiknum þegar Marlon var færður á brott í járnum. Sex aðrir meintir glæpagengismeðlimir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar.

Eftir að Marlon var handtekinn komu í ljós þrjár handtökuskipanir sem gefnar höfðu verið út á hann, meðal annars í tengslum við sambærilegt mál. Þá hafði hann einnig verið handtekinn í fyrra fyrir að aka um á stolnum bíl.

Marlon neitar sök.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“