fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Sport

Egill: Komið nóg af skítkasti – Við eigum honum mikið að þakka

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 27. mars 2017 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Martraðarbyrjun Lagerbäcks“ les ég á íslenskum vefmiðli. Lars okkar Lagerbäck er búinn að taka við þjálfun norska landsliðsins. Það tapaði 0-2 fyrir Norður-Írlandi, kannski ekki martröð, en það er ekki gaman að tapa. Þetta var samt bara fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lars.

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sem furðar sig á af hverju Íslendingar gleðjist yfir hrakförum Lars Lagerbäcks sem nýverið tók að sér að þjálfa landslið Noregs í Knattspyrnu. Í pistli á Eyjunni bendir Egill á að Norðmenn eigi enga afburðarleikmenn og hvað þá knattspyrnumann eins og Gylfa Sigurðsson til að halda liðinu á floti líkt og Gylfi gerði á föstudaginn gegn Kósovó. Það er langt um liðið síðan leikmenn í sama gæðaflokki og John Arne Riise, Ole Gunnar Solskjær og Tore Andre Flo léku fyrir Noreg.

„Ég sé mér til furðu að á samskiptamiðlum fagna margir þessum úrslitum. Annað hvort er þeim illa við Norðmenn, vilja veg þeim í íþróttum sem minnstan, ellegar þeir eru sárir út í Lars Lagerbäck fyrir að hætta að þjálfa íslenska liðið og vilja að honum gangi illa með Noregi. Já, maður sér að það hlakkar í mörgum.“

Egill furðar sig á þessu og vill sjá Íslendinga hvetja Lars og Norðmenn til dáða

„Þetta er skrítið. Við eigum Lars það að þakka að Ísland náði sínum langbesta árangri í fótbolta – og verður tæplega jafnaður. Og Norðmenn eru vina- og frændþjóð og koma yfirleitt fram við okkur af stakri alúð – halda meira að segja með okkur í íþróttakeppnum ef þannig ber undir. Og þetta segi ég ekki bara af því ég er af norsku bergi brotinn. Heia Norge!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fréttin um Jesus var falsfrétt

Fréttin um Jesus var falsfrétt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Phil Foden bestur á Englandi – Þessir fimm komu þar á eftir

Phil Foden bestur á Englandi – Þessir fimm komu þar á eftir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu þrumuræðu Klopp í dag – Talar um glæp og drullar yfir sjónvarpsstöðvar

Sjáðu þrumuræðu Klopp í dag – Talar um glæp og drullar yfir sjónvarpsstöðvar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum