fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Sport

Hvar eru Arsenal-mennirnir sem unnu síðast einvígi í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar?

Einn spilar í Kasakstan en annar í Rússlandi – Sjö ár síðan Arsenal komst áfram úr útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal heimsækir Bayern Munchen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Langt er liðið síðan Arsenal komst síðast í 8-liða úrslit keppninnar en það gerðist síðast árið 2010. Þá vann liðið einvígi gegn Porto, 6-2 samanlagt, en tapaði svo gegn Barcelona, 6-3 samanlagt.

Frá árinu 2010 hefur Arsenal alltaf komist í Meistaradeildina en ávallt verið slegið úr leik í 16-liða úrslitum. Ljóst er að erfitt verkefni bíður lærisveina Arsene Wenger, en langt því frá ómögulegt. Bayern trónir á toppi þýsku deildarinnar en yfirburðir liðsins í vetur hafa ekki verið jafn miklir og undanfarin ár.

Breska blaðið Daily Mail birti skemmtilegan fróðleik um lið Arsenal sem síðast vann einvígi í útsláttarkeppni. Athygli er vakin á því að aðeins eru teknar saman upplýsingar um þá leikmenn sem byrjuðu í 5-0 sigri Arsenal á Porto þann 9. mars árið 2010.


Markmaður

Manuel Almunia

Almunia var keyptur til Arsenal árið 2004 og var varamarkvörður fyrir Jens Lehmann lengi vel. Hann lék hátt í 200 leiki fyrir félagið áður en hann hvarf á braut árið 2012 og gekk til liðs við Watford. Hann lagði hanskana á hilluna árið 2014 að læknisráði eftir að hafa greinst með hjartagalla.

Vörn

Bacary Sagna

Sagna gekk til liðs við Arsenal árið 2007 og tók við treyju númer 3 sem Ashley Cole spilaði í. Hann var lykilmaður í vörn liðsins lengi vel en yfirgaf félagið árið 2014 og gekk til liðs við Manchester City. Þar er hann enn í dag og spilar reglulega.

Thomas Vermaelen

Vermaelen byrjaði vel hjá Arsenal og var lykilmaður fljótlega eftir komuna frá Ajax árið 2009. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá þessum öfluga leikmanni sem yfirgaf félagið árið 2014 og gekk í raðir Barcelona. Þar glímdi hann áfram við meiðsli og var lánaður í fyrrasumar til Roma. Á þessu tímabili hefur hann spilað sex leiki.

Sol Campbell

Sol Campbell verður líklega helst minnst fyrir tíma sinn hjá Arsenal á árunum 2001 til 2006. Hann gekk samt aftur til liðs við Arsenal um skamma hríð árið 2010 og lék í umræddum leik gegn Porto. Hann lagði skóna á hilluna árið 2011 eftir flottan feril á Englandi.

Gael Clichy

Franski vinstri bakvörðurinn gekk ungur í raðir Arsenal og spilaði með félaginu í átta ár, eða allt til ársins 2011 að hann var seldur til Manchester City. Þar spilar hann enn.

Miðja

Thomas Rosicky

Tékkneski miðjumaðurinn var stórkostlegur leikmaður þegar hann var heill. Áður en að leiknum gegn Porto kom hafði hann verið á mála hjá Arsenal í fimm ár. Hann yfirgaf Arsenal í fyrrasumar og gekk til liðs við Spörtu í Prag í heimalandi sínu.

Abou Diaby

Frakkinn öflugi glímdi ítrekað við meiðsli líkt og Rosicky. Þetta tímabil tókst Diaby þó að spila 40 leiki fyrir Arsenal. Síðan þá hefur hann hins vegar aldrei náð neinu flugi og nær ávallt verið á sjúkralistanum af ýmsum ástæðum. Diaby yfirgaf Arsenal árið 2015 og gekk til liðs við Marseille þar sem, jú, meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Alex Song

Song var eitt af fyrstu nöfnunum sem Arsene Wenger setti á leikskýrsluna þegar hann var upp á sitt besta. Song spilaði í það heila 227 leiki fyrir Arsenal en vann þó ekki neina titla með félaginu. Árið 2012 gekk hann til liðs við Barcelona eftir að hafa átt frábært tímabil. Samkeppnin um sæti í liði Barcelona var mikil og svo fór að hann var lánaður til West Ham í tvö tímabil. Hann gekk til liðs við Rubin Kazan í Rússlandi á frjálsri sölu síðasta sumar.

Samir Nasri

Frakkinn magnaði var þekktur fyrir að vera óstýrilátur og hann er ekki í uppáhaldi hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins. Eftir að hafa átt frábært tímabil, tímabilið 2010 til 2011, var hann seldur til Manchester City fyrir 25 milljónir punda. Nasri er enn leikmaður City en leikur sem lánsmaður hjá Sevilla.

Framherjar

Nicklas Bendtner

Bendtner reyndist Arsenal ágætlega á köflum og þá sérstaklega í seinni leiknum gegn Porto þar sem hann skoraði þrennu. Á sjö tímabilum hjá Arsenal skoraði Daninn 45 mörk í 171 leik. Honum tókst þó aldrei að verða aðalmaðurinn í framlínu Arsenal og lék sem lánsmaður hjá Birmingham, Sunderland og Juventus þar á meðal. Bendtner fór til Wolfsburg árið 2014 en leikur í dag með Nottingham Forest í B-deildinni á Englandi.

Andrey Arshavin

Rússinn öflugi var ótrúlega góður þegar hann var á deginum sínum. Þetta tímabil skoraði Arshavin tólf mörk og var einn af lykilmönnunum í sóknarleik liðsins. Arshavin, sem í dag er 35 ára, fór frá Arsenal árið 2013 og gekk til liðs við Zenit í heimalandi sínu. Í dag spilar hann hins vegar með liði FC Kairat í Kasakstan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Í gær

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu