fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

Sjáðu úrvalslið brasilíska Ronaldo

Ekkert pláss fyrir Cristiano

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2016 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíumaðurinn Ronaldo, sem sumir kalla hinn eina sanna Ronaldo, hefur tekið saman úrvalslið þeirra leikmanna sem eru bestir í knattspyrnusögunni í sinni stöðu. Athygli vekur að ekkert pláss er fyrir Cristiano Ronaldo í liði brasilíska Ronaldo.

Ronaldo, sem er 39 ára, er af mörgum talinn einn besti framherji sögunnar en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Real Madrid, Inter og AC Milan á glæsilegum ferli sínum. Hann varð heimsmeistari með Brasilíu árið 2002 og lék í það heila 98 landsleiki og skoraði 62 mörk.

Hér að neðan má sjá þá leikmenn sem Ronaldo valdi í úrvalslið sitt, en óhætt er að segja að það sé býsna óárennilegt.


Mynd: Mynd Reuters

Markvörður:

Gianluigi Buffon: Enn markvörður númer 1 hjá ítalska landsliðinu. Er 38 ára gamall og hefur leikið yfir 160 landsleiki fyrir Ítalíu. Frábær markvörður og klárlega einn sá besti í sögunni.


Mynd: Mynd: Getty

Hægri bakvörður:

Cafú: Stórkostlegur leikmaður á sínum tíma. Var þekktur fyrir að frábær í vörn og engu síðri í sókninni. Lék lengst af með Roma og AC Milan en hætti 2008. Lék 142 landsleiki fyrir Brasilíu.


Vinstri bakvörður:

Roberto Carlos: Óumdeilanlega einn besti vinstri bakvörður sögunnar. Frábær spyrnumaður sem lék lengst af með Real Madrid á Spáni. Lék 125 landsleiki fyrir Brasilíu.


Miðvörður:

Paolo Maldini: Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Paolo Maldini sé í hjarta varnarinnar. Lék allan sinn feril með AC Milan þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna.


Miðvörður:

Fabio Cannavaro: Cannavaro var valinn besti fótboltamaður heims árið 2006 en það ár varð hann einmitt heimsmeistari með Ítölum. Frábær varnarmaður á sínum tíma og líklega einn sá besti frá upphafi.


Hægri kantur:

Diego Maradona: Ronaldo ákvað að skella argentínska snillingnum á hægri vænginn. Enginn efast um hæfileika Maradona sem margir vilja meina að sé sá allra besti frá upphafi.


Mynd: Reuters

Vinstri kantur:

Lionel Messi: Annar argentínskur snillingur, Lionel Messi, er í liði Ronaldo. Messi er að sjálfsögðu enn í fullu fjöri með Barcelona þar sem hann hefur unnið alla þá titla sem í boði eru.


Miðjumaður:

Zinedine Zidane: Zidane er á miðjunni í liði Ronaldo og kemur það líklega engum á óvart. Einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar.


Mynd: Image photo agency s.a.s.
via Emilio de Marchi 19
20125 Milano
P. Iva e C.F. 06603430965
info@imagephotoagency.it

Miðjumaður:

Andrea Pirlo: Pirlo er þriðji Ítalinn í liðinu og hann fær pláss við hlið Zidane á miðjunni. Frábær fótboltamaður sem lék lengst af með AC Milan og Juventus. Var valinn í lið ársins í ítölsku A-deildinni fjögur ár í röð, frá 2011 til 2015.


Mynd: Mynd Reuters

Framherji:

Pele: Pele er að sjálfsögðu á sínum stað í liði Ronaldo enda Brassi og vitanlega stórbrotinn leikmaður á sínum tíma. Skoraði 77 mörk í 91 landsleik og varð heimsmeistari í þrígang með Brasilíumönnum.


Framherji:

Ronaldo: Ronaldo velur að sjálfsögðu sjálfan sig í liðið, hvað annað? Hann varð heimsmeistari með Brössum tvisvar, 1994 og 2002 og var þrisvar valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA; 1996, 1997 og 2002. Árið 2011 fékk hann sæti í frægðarhöll Real Madrid. Þangað komast engir aukvisar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Í gær

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“