fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Sport

Íslendingar flykkjast til Parísar

Einn mikilvægasti leikur í sögu Íslands gegn Austurríki á miðvikudag– KSÍ gæti fengið 280 milljónir komist Ísland upp úr riðlinum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. júní 2016 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar flykkjast nú til Parísar sem aldrei fyrr en á morgun, miðvikudag, mætir íslenska landsliðið í knattspyrnu Austurríkismönnum á Evrópumeistaramótinu og hefst slagur þjóðanna klukkan 16. Þetta er mikilvægasti leikur landsliðsins í sögu Íslands en hann sker úr um hvort íslenska liðinu tekst að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar og geta töluverðir hagsmunir verið í húfi. Íslenska landsliðið kemur inn til Parísar um hádegið í dag með flugi frá Annecy þar sem liðið hefur dvalið í riðlakeppninni.

Búist er við allt að tíu þúsund Íslendingum á leikinn en um níu þúsund áhorfendur voru á leiknum gegn Ungverjum í Marseille. Fjöldi Íslendinga fór áleiðis frá Íslandi til Parísar um helgina og á mánudag gagngert til að fara á leikinn.

Búist við að uppselt verði á leikinn

Leikurinn verður á Stade de France, í nágrenni Parísar, sem tekur um 80 þúsund áhorfendur og er búist við að uppselt verði á leikinn. Enn er hægt að kaupa miða á leik en miðasalan, sem er á vef UEFA, verður opin á meðan miðar eru til. Ekki liggur fyrir hversu margir miðar eru til sölu. Íslenska liðið æfir á Stade de France síðdegis.
Íslendingar, sem fylgt hafa liðinu í riðlakeppninni til þessa hafa um helgina verið að streyma til Parísar eftir leikinn í Marseille sl. laugardag en þangað er um tíu klukkustunda akstur.

Eftir miklu að slægjast

Liðin sem komust í úrslitakeppnina í Frakklandi fengu 1,7 milljarða íslenskra króna. Þess má geta að á Evrópumótinu 2012 fengu liðin að auki hálfa milljón evra, 72 milljónir íslenskra króna fyrir jafntefli og eina milljón evra fyrir sigur, 140 milljónir íslenskra króna. Liðin sem þá komust upp úr riðlinum fengu tvær milljónir evra, 280 milljónir íslenskra króna, en verðlaunin hækka eftir því hversu langt liðið kemst. Spánverjar, sem urðu Evrópumeistarar 2012, fengu alls um 24 milljónir evra, rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna á núvirði. Ekki hefur fengist staðfest hvað þjóðirnar eru að fá mikið í árangurstengdar greiðslur í Frakklandi en sú upphæð er ekki lægri en greidd var fyrir á mótinu fyrir fjórum árum.
Klara Bjartmars, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði að menn væru ekkert að velta þessu fyrir sér. Nú væri einbeitingin alfarið á leikinn gegn Austurríkismönnum á miðvikudag. Það sem skipti öllu máli núna væri að undirbúa liðið sem best fyrir leikinn. Önnur mál biðu betri tíma.

Klara, sagðist ekki hafa upplýsingar um hvernig miðasalan gengi né hve margir Íslendingar yrðu á leiknum gegn Austurríki.

„Það hefur reynst erfitt að nálgast stöðuna á miðasölumálinu og af þeim sökum er ekki miklar upplýsingar að hafa um hversu margir Íslendingar verða á leiknum gegn Austurríki. Vonandi verða þeir í kringum tíu þúsund en stuðningurinn til þessa hefur verið frábær,“ sagði Klara Bjartmars.

Í Austurríki er gríðarleg stemning fyrir viðureign þjóðanna og um fátt meira talað að sögn Hjalta Axelssonar sem búsettur er í Týról. Hjalti segir fjölmiðla í Austurríki uppfulla af vangaveltum um leikinn. Fjölmiðlar hallast að jöfnum leik.

Íslendingar njóta virðingar í Austurríki

„Stemningin hér í Austurríki er engu lík og á mínum vinnustað er varla talað um annað. Íslenska liðið nýtur virðingar og margir á mínum vinnustað hæla Íslendingum á hvert reipi. Það eru nokkrir vinnufélaga minna algjörlega á bandi íslenska liðsins. Þeir segja liðsheildina einstaka og eiga varla til orð yfir íslenska liðið og frammistöðu þess til þessa í keppninni. Það búast flestir við jafnri viðureign,“ sagði Hjalti Axelsson í samtali við DV. Hann sagðist bíða spenntur og ætlar að horfa á leikinn með þýskum vini sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar