fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Sport

Slagsmál í Árbæ: Þetta hefði aldrei gerst í karlabolta

Slagsmál í leik Fylkis og ÍBV í Pepsi-deild kvenna – Máni hrósar stelpunum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 20. maí 2016 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla nú að benda á það – og hrósa báðum þessum stelpum fyrir – að ef þetta hefði gerst í karlabolta, og mótmæli hver sem getur, þá væru karlmennirnir búnir að henda sér svona 10-15 sinnum niður,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, í gærkvöldi.

Sérfræðingur Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport.
Þorkell Máni Sérfræðingur Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport.

Slagsmál brutust út í leik Fylkis og ÍBV í Pepsi-deild kvenna á miðvikudaginn. Þar áttust við Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir og Eyjakonan Cloe Lacasse, en þær létu hnefana tala. Vísir fjallaði um þetta.

Dómari leiksins gaf þeim báðum gult spjald en að mati Mána og og Rakel Logadóttur, sem voru í settinu með þáttastjórnandanum Helenu Ólafsdóttur, gerðu dómari leiksins sig sekan um mistök þegar hann lyfti gula spjaldinu í stað þess rauða.

„Hefði þetta verið í karlabolta hefði alltaf verið dæmt,“ sagði Máni sem bætti við að aðstoðardómarinn hefði einnig átt að grípa inn í, enda gerðist atvikið fyrir framan hann. En Máni sá ástæðu til að hrósa þeim Rut og Cloe fyrir að sýna ekki leikræna tilburði í þeirri von að fiska aðra hvora út af vellinum með rautt spjald.

„Við sjáum það að þær ætla að klára þessi slagsmál. Það er bara þannig. Þær ætla bara að standa og hafa það mikla sjálfsvirðingu að þeim dettur ekki í hug að henda sér niður. Ég ætla að hrósa fyrir það.

Myndband af atvikinu má sjá á vef Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“