fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

Hættir að spila og mokgræða

Michael Jordan hefur komið sér best fyrir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kann að vera ábatasamt að vera íþróttamaður í fremstu röð í sinni grein, sérstaklega í vinsælum íþróttagreinum, en það er ekkert slor að vera fyrrverandi íþróttamaður heldur ef marka má lista Forbes yfir íþróttamenn sem hafa hætt keppni. Þeir sem komast í slíka stöðu eru almennt íþróttamenn sem unnu hörðum höndum að því að byggja upp sjálfa sig sem eftirsóknarverða markaðsvöru. Þeir skrifuðu undir auglýsingasamninga, voru sýnilegir sem góðar fyrirmyndir og notuðu samböndin sem þeir komust í á meðan þeir voru á toppnum til að tryggja framtíð sína.

Á listanum má meðal annars finna Michael Jordan. Hann var um árabil besti körfuboltamaður heims. Jordan, í samstarfi við íþróttavörurisann Nike, kom á fót vörumerki þar fyrir innan sem er enn eitt það allra vinsælasta og í fyrra var hann umtalsvert launahærri en félagar hans sem enn eru í sportinu. Jordan hafði 100 milljónir dollara upp úr krafsinu árið 2014, meira en hæstlaunaði íþróttamaður heims fékk á sama tíma. Íþróttavörulína hans hjá Nike velti 2,6 milljörðum dollara árið 2015, sem var 17 prósenta aukning milli ára.

Á „eftirlaunum“

Þeir sem eru efstir á lista Forbes yfir íþróttamenn „á eftirlaunum“ eru langflestir körfuboltamenn eða golfarar, en þó komast fleiri greinar á blað. Þeir eru allir karlkyns og á aldrinum 33–85 ára. Efstur er, sem áður sagði, körfuboltastjarnanMichael Jordan.

Þar næstur er David Beckham, fótboltamaðurinn knái, með 75 milljónir dollara í tekjur. Hans helstu tekjur koma frá auglýsingasamningum en þær gerðu það einnig á meðan hann var enn að spila. Hann hafði 75 milljónir dollara upp úr krafsinu.

Golfarinn Arnold Palmer, sem er 85 ára gamall, vann síðast PGA-mótaröðina árið 1973 en skapar sér enn gríðarlegar tekjur sem tengjast nafni hans vegna framleiðslu íþróttavöru og drykkjarfanga. Beinar tekjur hans voru 42 milljónir dollara.

Golfarinn Jack Nicklaus hætti keppni árið 2005 en hann hefur stórgrætt á hönnun golfvalla og hefur fyrirtæki hans hannað 390 á heimsvísu. Þá eru íþróttavörur tengdar nafni hans sem mokseljast. Hann hafði 28 milljónir dollara í laun.

Jerry Richardsson hefur ekki spilað fyrir lið í ameríska fótboltanum frá árinu 1960, en hann var klókur, stofnaði veitingastaði og keypti svo NFL-liðið Carolina Panthers. Hann hafði 23 milljónir dollara í laun.

Körfuboltamaðurinn Shaquille O’Neal hætti árið 2011 að spila, en með snjallri markaðssetningu hefur hann gert auglýsingasamninga, framleitt drykki, skartgripi og fótbolta með sínu nafni og stórgrætt á því. Hann fékk því 21 milljón dollara í laun.

Annar körfuboltamaður, Magic Johnson, hefur gert það gott frá því að hann hætti að spila árið 1996. Hann er eigandi The Los Angeles Dodgers og kvennaliðsins Los Angeles Sparks. Hann fékk því, eins og O’Neal, 21 milljón dollara í laun. Hann fékk því 20 milljón dollara í laun.

Fótboltamaðurinn Pele er orðinn 74 ára gamall og fékk talsvert í sinn hlut, sérstaklega eftir heimsmeistaramótið í fótbolta árið 2014 í Brasilíu þegar fjárfestar og fyrirtæki vildu ólm tengjast goðsögninni. Hann er með samninga við Procter & Gamble, Volkswagen, Subway og flugfélagið Emrites, og þá eru bara fáeinir nefndir. Alls 16 milljónir dollara urðu því hans.

Greg Norman hætti í golfi árið 2012, en núna einbeitir hann sér að markaðssetningu á eigin vörum, starfar sem golfsérfræðingur hjá Fox-sjónvarpsstöðinni og framleiðir vín, gleraugu og fleira. Fyrir þetta, og fleira, hafði hann 16 milljónir dollara í laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park