fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026

Óprúttnir veiðimenn í Hallá

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 3. september 2020 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru gripnir með óleyfileg veiðarfæri í Hallá á þriðjudagskvöldið og voru í fórum þeirra fjórir laxar en í Hallá er einungis leyfð veiði á flugu og skal öllum laxi sleppt. Meðal veiðarfæra voru maðkastangir, maðkabox, spúnar og fleira sem ekki telst til fluguveiðibúnaðar.

Mennirnir voru að klára þriðju vaktina af fjórum og því líklegt að fleiri löxum hafi verið landað án sleppingar. Annar mannanna var á fjórhjóli þegar veiðivörður hafði afskipti af mönnunum. Sá flúði af vettvangi á meðan hinn sat í súpunni og vildi ekki kannast við að eiga laxa í pokum í skotti á bíl sínum, heldur hafi sá sem var á fjórhjólinu átt þá og hann hafi aðeins haft þá til geymslu.

Veiðarfæri og afli voru gerð upptæk og var veiðimönnum umsvifalaust vikið úr ánni og hefur málið verið kært til lögreglu. Mennirnir voru ekki skráðir veiðileyfishafar í Hallá en skráður leyfishafi hollsins hefur ekki tjáð sig um hvort veiðimennirnir hafi verið í hans umboði eða í leyfisleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot tjáir sig um markmiðin fyrir lok gluggans – Nefnir þá þætti sem hann horfir til

Slot tjáir sig um markmiðin fyrir lok gluggans – Nefnir þá þætti sem hann horfir til
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fangi sem komst í sögubækurnar tekinn af lífi

Fangi sem komst í sögubækurnar tekinn af lífi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu

Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Ný skoðanakönnun Maskínu: Mikill meirihluti vill brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem fengið hafa synjun

Ný skoðanakönnun Maskínu: Mikill meirihluti vill brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem fengið hafa synjun