fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Fáskrúð í Dölum komin yfir 200 laxa

Gunnar Bender
Mánudaginn 21. september 2020 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir frekar dapra byrjun hefur veiði í Fáskrúð í Dölum heldur betur tekið við sér. Nú um miðjan september voru komnir yfir 200 laxar á land og áin full af fiski að sögn Einars Kristjáns Jónssonar eins af umsjónarmönnum árinnar.

Það vekur auk þess ánægju að laxinn kemur vel haldinn úr sjó og er stærri og þykkari en undanfarin ár. Þetta sumar er það þriðja þar sem einungis er veitt á flugu og með hóflegum kvóta um dráp á veiddum laxi. Veiðimenn virðast taka vel í þessa breytingu því nú er svo komið að langstæstum hluta laxa sleppt sem veit á gott um framtíð fiskistofnsins í Fáskrúð.

„Það er veitt til 30. september og miðað við það magn af fiski sem er í Fáskrúð gerum við okkur vonir um að áin endi nálægt 250 löxum sem er flott veiði enda áin veidd að stærstum hluta veiðitímabilsins með tveimur stöngum,“ segir Einar.

 

Mynd: Kastað í veiðistaðinn Viðbjóð í Fáskrúð í Dölum sem hefur verið einn fengsælasti staðurinn í ánni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
Fréttir
Í gær

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu