,,Ég veiddi fyrsta laxinn minn í Elliðaánum fyrir skömmu og það var í Heyvaði,“ sagði Diddi Carlson er við heyrðum í henni. Fyrsti laxinn kominn á land og örugglega ekki sá síðasti. Minn veiðiáhuginn er mikill og dagurinn var verulega eftirminnilegur svo ekki sé meira sagt.
,,Þessi lax var 68 cm lax en skömmu áður hafði ég misst lax. En síðan eftir góða leiðsögn frá veiðifélaga mínum náðist fyrsti laxinn. Ég landaði þessum laxi og kastaði síðan aftur og set í boltafisk og glímdi við hann um stund, svaka fiskur. En hann keyrði inní sef og sleit eftir mikinn slag. Veiðifélagi minn hann Danni sem er með marga ára reynslu í veiðinni sagði að þetta hefði verið hrikaleg skepna,“ sagði Diddi sem sannarlega lenti í ævintýri í Elliðaánum með fyrsta laxinn og svo boltann sem slapp.
En svona er bara veiðin, allt getur skeð.
Mynd. Diddi Carlson með fyrsta laxinn sinn. Mynd Danni.