fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026

Þar sem vegurinn endar

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 11. júní 2018 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jökulsson er þekktur rithöfundur og baráttumaður fyrir góðum málstað, eins og þjóð veit.

Bók hans um lífið á Ströndum, Þar sem vegurinn endar, kom til tals á kaffistofunni þegar rætt var um eldhúsdagsumræðurnar á þingi nýverið, þar sem Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins talaði í gátum er hann sendi Framsóknarflokknum væna sneið í umræðum um samgöngumál.

Bergþór sagði:

 „Kæru landsmenn. Þann 27. apríl ákvað ríkisstjórnin að ganga á varasjóð vegna óvæntra atburða og setja helming hans, 4 milljarða, í viðhald og uppbyggingu vega. Athugið: Varasjóð vegna óvæntra atburða. Ef ástand vegakerfisins var í huga þeirra sem við ríkisstjórnarborðið sitja óvæntur atburður bið ég alla haghafa að krossa sig.“

Uppskar þingmaðurinn við þessi orð nokkurn hlátur í þingsal, enda ekki leyndarmál að ástand vega í þéttbýli og dreifbýli sé með ömurlegasta móti. Benti Bergþór á að þetta fjármagn og miklu meira til þyrfti í nauðsynlegar bráðaaðgerðir.

Svo sagði þingmaðurinn:

„Þegar þessir 4 milljarðar höfðu fallið af himnum ofan hófst útdeilingin. Skemmst er frá því að segja að hún fór að uppistöðunni til í framkvæmdir á Suðurlandi, í kjördæmi hæstv. samgönguráðherra, svo ég taki sem dæmi: Á Vesturlandi fer fjármagnið að meginhluta til í framkvæmdir við vegaspotta sem er ágætur sem slíkur en er fjarri því að vera efstur á forgangslista sveitarfélaganna á svæðinu. Til gamans er skemmtileg tilviljun að sjá hvar í Dölunum malbikið endar.“

Svo mörg voru þau orð. Þingmenn fóru auðvitað strax að kanna við hvað Bergþór ætti þarna og ekki leið á löngu þar til svarið lá fyrir. Í ákvörðun samgönguráðherra felst nefnilega, að á Vesturlandi fara 200 milljónir í Dalasýslu í bundið slitlag um Laxárdal, milli Grafar og Lambeyra.

Og hver skyldi nú búa á Lambeyrum annar er faðir Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra, þar sem þeir feðgar hafa átt í sameiginlegum búskap.

Já, það sannast á þingi og í ríkisstjórn sem annars staðar, að það er jafnan gott að eiga góða að…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tómas Þór ósáttur við auglýsingaflóðið hjá RÚV – „Enginn fékk að sjá strákana okkar fagna“

Tómas Þór ósáttur við auglýsingaflóðið hjá RÚV – „Enginn fékk að sjá strákana okkar fagna“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Helgi Bjartur kemur brátt fyrir dómara

Hafnarfjarðarmálið: Helgi Bjartur kemur brátt fyrir dómara
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Urðar yfir fyrrum eiginmann sinn – Segir það honum að kenna að hún er skítblönk í dag

Urðar yfir fyrrum eiginmann sinn – Segir það honum að kenna að hún er skítblönk í dag
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Saga Dröfn var að lifa af en ekki lifa: „Það hrundi allt eftir að hann lamdi mig“

Saga Dröfn var að lifa af en ekki lifa: „Það hrundi allt eftir að hann lamdi mig“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrsta félagið sem orðað er við Casemiro – United telur að hann sé að skrifa undir á öðrum stað

Fyrsta félagið sem orðað er við Casemiro – United telur að hann sé að skrifa undir á öðrum stað
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

LRH er komin á TikTok – Fara yfir piparúða í fyrsta myndbandinu

LRH er komin á TikTok – Fara yfir piparúða í fyrsta myndbandinu
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi

Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kvartaði yfir sekt fyrir að leggja í bílastæði fyrir fatlaða

Kvartaði yfir sekt fyrir að leggja í bílastæði fyrir fatlaða