Hin árlega fyrirtækjakeppni Golfklúbbsins Keili verður á laugardaginn 1. september. Keppt verður í betri bolta og mynda tveir kylfingar hvert lið.
Eins og undanfarin ár eru glæsileg verðlaun.
1. Verðlaun Tvær ferðaávísanir uppí golfferð með Heimsferðum að upphæð 100.000 krónur hvor
2. Verðlaun Tvær ferðaávísanir að upphæð 50.000 krónur hjá Icelandair
3. Verðlaun Tvær ferðaávísanir að upphæð 50.000 krónur með GB ferðum
4. Verðlaun Tvær inneignir hjá Golfklúbbnum Keili að upphæð 50.000 hvor*
5. Verðlaun Tvö Innkaupakort í Fjarðarkaupum að upphæð 25.000 krónur
6. Verðlaun Tvö 10.000 króna Gjafabréf hjá Matarkjallaranum
Nándarverðlaun:
Næstur holu á 4. braut Flugfarseðill fyrir einn til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu
Næstur holu á 6. braut Flugfarseðill fyrir einn til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu
Næstur holu á 10. braut 50.000 krónur inneign hjá epli.is
Næstur holu á 15. braut 50.000 krónur inneign hjá Icelandair
*Hægt að nota í golfmót, golfvöruverslun, golfherma, boltakort, árgjald eða vallargjöld.
Innifalið í mótsgjaldi: Glæsileg grillveisla að hætti Brynju.
Skráning á golf.is og póstfanginu budin@keilir.is – Verð á lið kr. 45.000