
Konan, sem kallar sig Kunshikitty, er með um 200 þúsund fylgjendur á Twitch þar sem hún streymir meðal annars frá tölvuleikjum.
Á gamlárskvöld var hún í beinni útsendingu á Twitch-síðu sinni í miðborg Kölnar þegar óþekktir karlmenn köstuðu meðal annars flugeldum í hana, þar á meðal í andlit hennar.
Kunshikitty var klædd í áberandi bleikan snjógalla og virðist það hafa farið fyrir brjóstið á viðstöddum.
Þýska blaðið Bild segir að Kunshikitty hafi tilkynnt málið til lögreglu og staðfestir lögreglan við miðilinn að málið sé komið á hennar borð.
Myndbandið hefur vakið talsverða athygli í Þýskalandi og víðar og segir í frétt News.com.au að margir hafi rifjað upp atburði í borginni um áramótin 2015-2016 þegar ráðist var á fjölmargar konur og þær beittar kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.
Í fréttum á þeim tíma kom fram að margir hinna grunuðu hefðu verið hælisleitendur og var lögregla gagnrýnd harðlega fyrir að hafa ekki haft nægilegan viðbúnað í borginni.
Die Streamerin KushinKitty wird merhmals an Silvester abgeworfen: pic.twitter.com/UDBtojHvt4
— Twitch Spion🕵🏽♂️ (@twitchspion) January 1, 2026